• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • 2022
  • 2023
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
    • 2023
    • 2022
    • 2021
    • 2020
    • 2019
    • 2018
    • 2017
    • 2016
    • 2012
    • 2011
    • 2010
    • 2009
    • 2008
    • 2007
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Íþróttir

„Alfreð Finnbogason komst ekki alltaf í liðið.“

„Alfreð Finnbogason komst ekki alltaf í liðið.“
ritstjorn
30/09/2013

Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks, ritar frábæra grein á breidablik.is sem á brýnt erindi.

„Nýlega hélt Breiðablik uppskeruhátíð yngri flokka með öðru sniði en áður. Leikmenn meistaraflokkanna Árni Vilhjálmsson, Sverrir Ingi Ingason, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Rakel Ýr Einarsdóttir, Guðjón Pétur Lýðsson og Tómas Óli Garðarsson afhentu viðurkenningarskjöl þeim sem voru að klára eldri ár í sínum flokkum. Bjarni Töframaður sýndi listir sínar og Björgvin Rúnarsson, vallarþulur Breiðabliks stýrði af stakri prýði.

Mig langar til að segja iðkendum og foreldrum aðeins frá því af hverju við Blikar erum nú hætt að veita verðlaun fyrir besta og efnilegasta leikmanninn og Blika ársins og erum byrjuð að útskrifa alla upp um flokk í staðinn.

Alfreð Finnbogason er einn efnilegasti fótboltamaður sem við Blikar höfum átt. Hann raðar inn mörkunum í Hollandi og er reglulega orðaður við stórlið á borð við AC Milan. En ég veit ekki hvort þið vitið það að Alfreð segir að erfiðustu árin hans í fótbolta hafi verið milli 16 og 18. ára.

Alfreð Finnbogason lék með Breiðablik áður en hann hélt út í atvinnumennsku í fótbolta. Hann komst ekki alltaf í liðið í yngri flokkum, en gafst aldrei upp. Mynd: www.sport.is.

Alfreð Finnbogason lék með Breiðablik áður en hann hélt út í atvinnumennsku í fótbolta. Hann komst ekki alltaf í liðið í yngri flokkum, en gafst aldrei upp. Mynd: www.sport.is.

Alfreð komst ekki alltaf í liðið í þriðja flokki og hann var aldrei valinn í yngri landslið Íslands. Hann spilaði í 2. flokki Breiðabliks og í Augnabliki áður en hann varð fastamaður í meistaraflokki Breiðabliks. Alfreð sagðist hafa verið lítill og seinþroska og átti erfitt með að komast framhjá mönnum sem voru orðnir líkamlega sterkari.

En Alfreð hætti aldrei og hann gafst aldrei upp. Í staðinn settist han niður og setti sjálfum sér markmið þegar hann var 18 ára. Skömmu seinna var hann orðinn Íslands- og bikarmeistari með Breiðabliki. Svo komst hann í 21 árs landsliðið sem komst í úrslit Evrópukeppninnar. Svo fór hann til Belgíu, Svíþjóðar og Hollands. Það verður spennandi að fylgjast með því hvert hann fer næst.

Óli Kristjáns segir að mesti kostur Alfreðs sé að hann verður alltaf betri eftir því sem hann kemst lengra. Hann var betri í meistaraflokki heldur en í öðrum flokki, betri í landsliðinu heldur en meistaraflokki, betri í atvinnumennskunni heldur en á Íslandi. Í hvert sinn sem hann kemst lengra heldur hann áfram.

Við þjálfararnir í Breiðabliki viljum hvetja okkar leikmenn til að halda alltaf áfram. Stundum tapar maður og stundum er maður ekki í liðinu. Stundum gengur manni ekki nógu vel og stundum er bara auðveldast að hætta. Það er erfitt að verða góður í fótbolta. Ef það væri auðvelt væru allir góðir í fótbolta. En það geta allir orðið betri. Maður þarf að mæta á æfingar, leggja sig fram og gera sitt besta. Þá fær maður mikið út úr fótbolta eins og öllu öðru sem maður gerir af öllu hjarta.

Þegar Alfreð var nítján ára vorum við að sýna honum og öðrum leikmönnum úr meistaraflokki erfiða boltatækni. Það vakti athygli mína að þegar aðrir voru hættir, höfðu gefist upp, sögðu “ég get ekki”, þá hélt hann áfram. Og hann náði að lokum erfiðasta bragðinu þegar aðrir voru hættir. Þess vegna hefur Alfreð náð lengra en flestir aðrir í fótbolta á Íslandi. Honum mistókst oftar heldur en hinum en hélt áfram og uppskar að lokum, eins og Sara, Fanndís, Jói Berg og allir Blikarnir okkar sem eru að spila í landsliðum, atvinnumennsku og meistaraflokki.

Það verða ekki allir atvinnumenn eins og Alfreð og Fanndís. En sumir spila í úrvalsdeild, aðrir í neðri deildum. Sumir spila í háskóla erlendis. Flestir spila útaf því að það er svo gaman. Maður fær góða hreyfingu og fær að vera með vinum sínum og kynnast fullt af fólki. Maður lærir að vinna með öðru fólki, setja sér markmið og temja sér góð vinnubrögð. Það er ekki lítið.

Það erfiðasta við að vera þjálfari í Breiðabliki er að velja einn eða tvo leikmenn af hundrað og segja, þú ert bestur. Þú ert efnilegastur. Þú ert svo mikilvægur fyrir liðið okkar. Þá erum við nefninlega að verðlauna ungt og efnilegt fólk fyrir það sem það er búið að gera, í staðinn fyrir það sem það getur orðið. Og við erum að velja allt of fáa með því að draga fram einn og tvo af hundrað. Við höfum nefnilega trú á öllum hundrað, að þið getið öll orðið enn betri en þið eruð í dag. Þess vegna viljum við verðlauna ykkur fyrir að klára flokkinn ykkar. Það er það sem skiptir máli, að halda áfram, að leggja sig fram, að gera sitt besta.

Þetta eru skilaboðin sem við þjálfararnir í Breiðabliki viljum senda ungu fólki í okkar umsjón.

Þið skiptið okkur öll gríðarlega miklu máli. Við þökkum ykkur kærlega fyrir tímabilið sem er að ljúka og hlökkum til að fylgjast með ykkur um ókomin ár.“

Daði Rafnsson yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks.

Efnisorð
Íþróttir
30/09/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Heilsuefling fyrir 60 ára og eldri

    Verkefnið Virkni og vellíðan miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi. Um er að...

    ritstjorn 25/01/2023
  • Lesa meira
    Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára

    Í ár eru 40 ár síðan nokkrir ungir menn komu saman í þáverandi félagsheimili Breiðabliks í gömlum...

    ritstjorn 24/04/2022
  • Lesa meira
    Tennis fyrir Úkraínu

    Tennissamband Íslands – TSÍ, Tennishöllin og allir tennisleikarar sem tóku þátt í tennismóti um helgina söfnuðu 310.000...

    ritstjorn 28/03/2022
  • Lesa meira
    Karatedeild Breiðabliks með 8 brons og tvö silfur á RIG

    Reykjavik International Games (RIG) fór fram í fimmtánda sinn dagana 29. janúar til 6. febrúar 2022 á...

    ritstjorn 12/02/2022
  • Lesa meira
    GKG Íslandsmeistarar 12 ára og yngri

    Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri fór fram í byrjun mánaðarins og var keppt á þremur keppnisstöðum,...

    ritstjorn 17/10/2021
  • Lesa meira
    Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK

    Á aðalfundi HK, sem fram fór undir lok marsmánaðar, bar það helst til tíðinda að Sigurjón Sigurðsson...

    ritstjorn 05/04/2021
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Sigurhátíð í Lindaskóla

    Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að Lindaskóli vann Skólahreystikeppnina í ár. Þetta er í...

    Auðun Georg Ólafsson 24/05/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Hið fjöruga og fjölbreytta 2022
    Aðsent19/12/2022
  • Múlalind 2 er jólahús Kópavogsbæjar
    Fréttir16/12/2022
  • Rebel Rebel hlýtur 5 milljóna kr. styrk frá Kópavogsbæ
    Fréttir10/01/2023
  • Heilsuefling fyrir 60 ára og eldri
    Fréttir25/01/2023
  • Þar sem menningin blómstrar
    Aðsent23/02/2023
  • Íþróttir eru mikilvægar
    Aðsent02/02/2023
  • Lionsklúbburinn Eir heldur fund um kvennheilsu og breytingaskeið  
    Á döfinni30/01/2023
  • Metnaðarlaust klúður og sjónhverfingar
    Aðsent29/01/2023
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Þar sem menningin blómstrar
    Aðsent23/02/2023
  • Íþróttir eru mikilvægar
    Aðsent02/02/2023
  • Lionsklúbburinn Eir heldur fund um kvennheilsu og breytingaskeið  
    Á döfinni30/01/2023
  • Metnaðarlaust klúður og sjónhverfingar
    Aðsent29/01/2023

© 2022 Kópavogsblaðið slf.