„Brutum enga samninga á Vatnsenda,“ segir bæjarstjóri Kópavogs. „Kópavogur á landið, óháð deilum erfingja.“

Frá Vatnsenda. „Afstaða Kópavogsbæjar er sú að bærinn eigi landið, burtséð frá deilum erfingja á Vatnsenda,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.
Vatnsendajörðin. „Afstaða Kópavogsbæjar er sú að bærinn eigi landið, burtséð frá deilum erfingja á Vatnsenda,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.

Framkvæmdir eru að fara af stað á ný í Vatnsendahlíð, hvað sem líður deilum erfingja á Vatnsendalandinu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að í bæjarstjórn liggi fyrir tillaga um að hefja framkvæmdir við gatnagerð í Vatnsendahlíð. „Ef framkvæmdir hefjast í ár verður hægt að ljúka þeim næsta vor. Þetta á að fjármagna með úthlutun lóða. Afstaða Kópavogsbæjar er sú að bærinn eigi landið, burtséð frá deilum erfingja á Vatnsenda.“

-Hver var heildar upphæðin sem Kópavogsbær samdi við Þorstein Hjaltested um að greiða vegna eignarnáms bæjarins á hluta jarðarinnar árið 2007?  Hvað var mikið greitt til hans og hvað stendur mikið útaf?  Er það rétt að hann hafi stefnt Kópavogsbæ til að rukka inn restina og ef svo er hversu há upphæð er það?  Hvar stendur það mál og hver er afstaða Kópavogsbæjar til þessa?

„Sátt fyrir eignarnámið var samsett úr nokkrum liðum. Í peningum voru greiddir rúmir 2,2 milljarðar, en auk þess skuldbatt bærinn sig til þess að úthluta eiganda Vatnsenda 11% af öllum byggingarrétti úr landinu. Einnig var kveðið á um gatnagerð á landi sem enn tilheyrir Vatnsendajörðinni. Það land er á vatnsverndarsvæði sem tálmar efndir. Afstaða Kópavogsbæjar er alveg skýr með það að við teljum að bærinn hafi á engan hátt brotið neina samninga,“ segir Ármann.

-Hver er vilji Kópavogsbæjar í þessu máli og hvar stendur hann? Eiga erfingjar að dánarbúi Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested kröfu á Kópavogsbæ?

„Eins og ég kom inn á hér að framan þá hefur bærinn ekki brotið neina samninga. Hvað varðar deilur erfingja, þá voru viðskipti bæjarins á sínum tíma við þinglýstan eiganda og var Kópavogsbær þar í góðri trú,“ segir Ármann.

-Hvað mundir þú persónulega vilja gera til að halda áfram uppbyggingu á svæðinu?

„Vatnsendahlíð er eitt af okkar framtíðar byggingarsvæðum. Náttúran umlykur þetta svæði og stutt er í Heiðmörkina. Í næsta nágrenni er einnig eitt glæsilegasta íþróttamannvirki bæjarins, Kórinn, og ekki langt undan verður frábær aðstaða fyrir hestamenn, með reiðhöll og reiðgerðum. Vatnsendahlíð er því eitt skemmtilegasta uppbyggingarsvæði sem völ er á og ég vil því að uppbyggingin þarna haldi áfram í samræmi við áætlun aðalskipulags,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð