Dansað, hoppað og skvett í sundlaug Kópavogs


Tanya frá Heilsuskóla Tanyu bauð upp á Aqua Zumba veislu í Kópavogslauginni á Vetrarhátíð Kópavogsbæjar. Yfir 100 manns mættu á viðburðinn, sem sló algjörlega í gegn. Það var dansað, hoppað, skvett og sungið í lauginni undir dúndrandi tónlist og blikkandi diskóljósum. Upplifunin var engri lík. Tanya er með Aqua Zumba námskeið á vegum Heilsuskóla Tanyu í Kópavogslauginni allt árið um kring.

Tanya er með Aqua Zumba námskeið á vegum Heilsuskóla Tanyu í Kópavogslauginni allt árið um kring.