Félagslegar leiguíbúðir Kópavogsbæjar seldar til íbúa

kopavogurKópavogsbær seldi nýverið íbúð til íbúa sem var leigjandi í félagslega íbúðarkerfi bæjarins. Salan er sú fyrsta sem unnin er í samræmi  við tillögur starfshóps í húsnæðismálum sem kynntar voru á síðasta ári.

Starfshópurinn lagði til að leigjendur í félagslega íbúðakerfinu gætu keypt  húsnæðið sem þeim hefði verið úthlutað ef tekjur leigjanda færu yfir viðmiðunarmörk. Áður hefur þurft að grípa til uppsagna húsnæðis ef það gerist en nú stendur leigjendum til boða að kaupa húsnæðið með 5% útborgun eigin fjár, 80% láni hjá fjármálafyrirtæki og 15% verðtryggðu viðbótarláni frá  Kópavogsbæ, sem er afborgunar og vaxtalaust fyrstu árin. 

Þverpólitískur starfshópur í húsnæðismálum lagði fram skýrslu síðastliðið haust með tillögum í húsnæðismálum sem varða bæði íbúðakosti og félagslega kerfið. Í samræmi við niðurstöður hópsins hefur Kópavogsbær  einnig beitt sér fyrir fjölgun minni íbúða á fyrirhuguðu uppbyggingarsvæði sunnan Smáralindar. Þá tryggði bærinn sér kauprétt að 4,5% húsnæði sunnan Smáralindar og í Auðbrekku til að geta ráðstafað í tengslum við félagslega kerfið eins og lagt var til af starfshópnum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn