Fjallað um mál og lestur á fjölmennu Skólaþingi


Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt þing fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi. Skólaþingið í ár því það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið.

Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt þing fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi. Skólaþingið í ár því það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið.

900 kennarar í skólum og leikskólum Kópavogs komu saman á Skólaþingi Kópavogs fyrr í vikunni. Umfjöllunarefni þingsins var mál og lestur og fór það fram í grunnskólum Kópavogs. Fjallað var um viðfangsefnið frá nokkrum sjónarhornum. Haldnir voru fyrirlestrar um lesskilning, próf, mikilvægi orðaforða, samvinnu skólastiga og færni í máli, lestri og ritun. Að loknum fyrirlestrum var unnið áfram með efnið í málstofum. Á Skólaþinginu voru einnig fyrirlestarar og málstofur fyrir aðra starfsmenn skólanna en kennara, svo sem matráða og starfsfólk Dægradvala. 

Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt þing fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi. Skólaþingið í ár því það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið. 

Að þessu sinni var valið að leggja áherslu á mál og læsi enda Kópavogur aðili að þjóðarsáttmála um læsi. Í tengslum við þjóðarsáttmálann var gerð ný stefna Kópavogs um mál og lestur í leik- og grunnskólum. Stefnan var rýnd og rædd á Skólaþinginu.

„Skólaþingið tókst afar vel til, það er gott og gefandi að stefna saman leik- og grunnskólum. Þó að viðfangsefnin séu ekki  alltaf þau sömu þá fást öll skólastigin við málþroska, lestur og lesskilning,“ segir Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðstjóri menntasviðs Kópavogs en menntasviðið skipulagði Skólaþingið.