Fjölbýlishús rís þar sem KRON var áður við Álfhólsveg.


Kjörbúðin, Álfhólsvegi 32, oft nefnt KRON húsið.  Mynd fengin af vef Dr. Gunna:  www.http://drgunni.wordpress.com/

Kjörbúðin, Álfhólsvegi 32, oft nefnt KRON húsið. Mynd fengin af vef Dr. Gunna: www.http://drgunni.wordpress.com/

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, tók nýlega fyrstu skóflustungu að byggingu nýs 16 íbúða fjölbýlishúsi þar sem KRON, mjólkurbúð, fiskbúð, Tempó innrömmun og síðar STÁ vídeóleiga og sjoppa voru áður til húsa.  Húsið stóð lengi autt áður en það var rifið og var lítil bæjarprýði.  Staðsetningin gæti þó ekki verið betri, í hjarta bæjarins, og segir Ragnar Þór Ólason hjá byggingafélaginu Mótanda , sem annast byggingu fjölbýlishússins við Álfhólsveg, í samtali við Morgunblaðið, að það sé mikil eftirsurn eftir íbúðum á þessu svæði.  Hann bætir því við að fjölskyldufólk hafi keypt stærstan hluta íbúðanna.

Að sögn Ármanns Kr. er nú búið að úthluta öllum lóðum fyrir stærri fjölbýlishús en verið sé að vinna í að koma Musterissvæðunum svokölluðu í úthlutun, en það eru svæði í Vatnsendabyggð.  Þau svæði eru bæði nálægt skóla og íþróttamannvirjum.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var íbúafjölgun í Kópavogi 1,5% á árinu 2012 en bærinn telur 31.726 íbúa.

Dr. Gunni minnist gömlu Kjörbúðarinnar hér:   http://drgunni.wordpress.com/2012/09/05/draumalog/