Fræðsluganga á páskadagsmorgun


Fræðslugöngur Sögufélagsins eru gríðarlega skemmtilegar fyrir unga sem aldna. Þessi mynd var tekin í göngu félagsmanna um vesturbæinn í vor. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.

Fræðslugöngur Sögufélagsins eru gríðarlega skemmtilegar fyrir unga sem aldna. Þessi mynd var tekin í göngu félagsmanna um vesturbæinn í fyrravor. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.

Páskadagsmorgun, sunnudaginn 27. mars næstkomandi, verður stutt fræðsluganga Sögufélags Kópavogs að lokinni messu í Kópavogskirkju kl. 08:00 og morgunkaffi í safnaðarheimilinu Borgum. Gengið verður um nágrenni kirkjunnar og sagt frá stöðum sem henni tengjast undir leiðsögn Guðlaugs R. Guðmundssonar sagnfræðings. Allir velkomnir.