Hver, hvar og hvenær?


Þessi mynd rataði til okkar eftir krókaleiðum en hún er tekin við Melaheiði í kringum árið 1980. Ljósmyndarinn er óþekktur en okkur grunar að Magnús Harðarson hafi smellt af þessari mynd.

Hún sýnir Arnþór Sigurðsson koma í mark í ÍK-hlaupinu svokallaða en á sumardaginn fyrsta var hefð hjá ÍK-ingum að hlaupa hring í kringum gamla Heiðarvöllinn. Til hliðar við Arnþór má glitta í Sigurð Eyþórsson en fast á hæla hans sýnist okkur vera Sigurjón Friðriksson eða Silli eins og margir þekkja hann. Nánari ábendingar um þá sem kunna vera á myndinni má senda okkur á: kopavogsbladid@kopavogsbladid.is