Íþróttavagn HK aftur í gang.

Skólastarf er að fara aftur í gang í bænum og þá byrjar skutlið með börnin fram og til baka út um allar trissur. Íþróttavagn HK ætti að létta undir skutlið en hann byrjar aftur að ganga á mánudaginn .

Áætlun íþróttavagns HK fyrir næsta vetur.
Áætlun íþróttavagns HK fyrir næsta vetur.

HK er með þrjár starfsstöðvar víðsvegar um bæinn, í Fagralundi, Digranesi og Kórnum.

Í tilkynningu frá HK segir að til að gera sem flestum kleift að stunda sína íþrótt hjá félaginu óháð búsetu mun HK reka íþróttavagn samhliða skólaárinu. Fimm ferðir verða farnar á dag alla virka daga.

Farið verður frá Fagralundi (Dægrardvöl Snælandsskóla) upp í Kór og til baka með viðkomu í dægradvöl Álfhólsskóla og Vatnsendaskóla, einnig stoppar vagninn á tveimur stöðum við Fífuhvammsveg, við Lindaveg og Versali.

HK íþróttarútan tekur skutlið.
HK íþróttarútan tekur skutlið.

Fyrsta ferð frá Fagralundi/Snælandsskóla verður kl. 13.25 og sú síðasta kl. 17.32. Í fyrstu ferðum dagsins verður starfsmaður HK í vagninum til að aðstoða yngstu börnin.

Gert er ráð fyrir því að foreldrar barna í dægradvöl tilkynni starfsmönnum dægradvalar á hvaða tíma barnið á að vera tilbúið til að fara með Íþróttavagninum á æfingu.

Gert er ráð fyrir að þegar vagninn kemur verði hópurinnn tilbúinn til að fara á æfingu.

Tímaáætlun gerir ekki ráð fyrir langri bið eftir einstaka börnum á hverjum stað.

Börnum úr Álfhólsskóla og Snælandsskóla verður ekið til baka að skólalóð sinna skóla eftir æfingar í Kórnum.

Börnum úr Vatnsendaskóla verður ekki ekið til baka þangað. Gert er ráð fyrir að þau geti annaðhvort farið sjálf eða foreldrar sækja þau í Kórinn.

Börnum úr Hörðuvallaskóla verður fylgt yfir í Kórinn þegar það á við.

Búið er að gera ráð fyrir að þau börn sem ljúka æfingum í knattspyrnu klukkan 15:00 og verða sótt geti leikið sér sjálf í fótbolta á tilteknu svæði vallarins (inni í Kórnum) á meðan þau bíða.

Íþróttavagn HK.

www.hk.is

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn