Kópavogsbúar hvattir til að vera slysalausir í Grundarfirði.


Enginn læknir verður á bæjarhátíð í Grundarfirði um helgina. Farið því með gát. Mynd: http://www.flickr.com/photos/tomasfreyr/9171923144/lightbox/

Enginn læknir verður á bæjarhátíð í Grundarfirði um helgina. Farið því með gát. Mynd: http://www.flickr.com/photos/tomasfreyr/9171923144/lightbox/

Enginn læknir á bæjarhátíð vegna niðurskurðar.

Bæjarhátíðin Á góðri Stund í Grundarfirði verður haldin næstu helgi. Þá verða um 4-6000 manns í bænum að skemmta sér heila helgi.

Það verður enginn læknir á staðnum vegna niðurskurðar í heilbrigðisþjónustu úti á landi.

Þeir Kópavogsbúar sem ætla að skemmta sér á Góðri Stund í Grundarfirði – hafið því vandlega hugfast að vegna niðurskurðar í heilbrigðistþjónusu á landsbyggðinni verður enginn læknir á staðnum alla helgina.

Takið því með ykkur plástur og nauðsynlegustu skyndihjálpartól.

„Þetta er náttúrulega ömurlegt, en þetta er það sem við höfum þurft að búa við undanfarin misseri,“ segir óánægður íbúi í Grundarfirði sem vill ekki segja til nafns. „Niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu bitnar harkalega á sveitarfélögum úti á landi og læknisþjónusta er af afar skornum skammti. Sem dæmi má nefna að á dögunum fæddi kona frá Ólafsvík barn í sjúkrabílnum hjá okkur, sem er sosum ekkert nýtt. Það sem er nýtt hins vegar er að í sjúkrabílnum voru hvorki læknir né ljósmóðir. Allt fór þó vel, sem betur fer. En ætli það þurfi ekki að verða eitthvað meiriháttar slys til að menn átti sig á vitleysunni,“ segir ósáttur íbúi Grundarfjarðar og hvetur Kópavogsbúa og alla aðra til að vera slysalausa á bæjarhátíð Grundarfjarðar um næstu helgi.