Kópavogur reiðubúinn að taka á móti flóttafólki

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi bæjarstjórnar síðdegis að taka á móti flóttafólki og var bæjarstjóra falið að koma afstöðu bæjarins á framfæri við Velferðaráðuneytið.

Ályktunin er svohljóðandi: „Kópavogsbær lýsir sig reiðubúinn til að taka á móti flóttafólki. Bæjarstjóra er falið að koma þeirri afstöðu á framfæri við Velferðarráðuneytið og vinna að frekari undirbúningi í samvinnu við ráðuneyti, félagsmálastjóra og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogsbær vill sýna ábyrgð og telur eðlilegt að bærinn, sem næst stærsta sveitarfélag landsins, bjóði flóttafólki aðstoð, í hlutfalli við stærð sína.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn