Leysum húsnæðisvandann  – VG í Kópavogi


Vinstri græn í Kópavogi kynna stefnu sína í dag 9. mai kl 16:00 í Náttúrufræðistofu Kópavogs Hamraborg 6a.

Vinstri græn í Kópavogi kynna stefnu sína fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, þann 9. mai kl 16:00 í Náttúrufræðistofu Kópavogs Hamraborg 6a. Stefnan ber yfirskriftina; Vinstri græn í Kópavogi- fjölskylduvænni og grænni bær.

„Þetta er metnaðarfull, framsýn og raunhæf stefna, þar sem lögð er áhersla á velferð bæjarbúa og umhverfismál. Húsnæðismál eru sett á oddinn, því öruggt og heilsusamlegt húsnæði er grundvallar mannréttindi. Algjörlega er óásættanlegt að meðal biðtími eftir félagslegu húsnæði í Kópavogi sé 3 ár. Meðal þeirra sem bíða eru barnafjölskyldur, þar sem börnin búa við tíða flutninga og ótryggar aðstæður. Vinnstri græn vilja samstarf allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við að leysa vandann. Enginn geti skorast undan því að axla ábyrgð. Vinstri græn í Kópavogi vilja jafnframt styrkja leik- og grunnskóla, tryggja öllum börnum aðgengi að tómstundum, vinna gegn loftslagsbreytingum og mengun, tryggja öldruðum góða þjónustu í heimbyggð, stórauka uppbyggingu stígakerfis og efla almenningssamgöngur m.a með uppbyggingu Borgarlínu.“

Hægt verður að fá stefnuna útprentaða hjá VG í Kópavogi og einnig verður hægt að kynna sér hana á slóðinni: https://x18.vg.is/frambod/