Mesta fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er í Kópavogi.

Vart þverfótað fyrir Kópavogsbúum á Rútstúni 17. júní.
Vart þverfótað fyrir Kópavogsbúum á Rútstúni 17. júní.

Kópavogsbúum fjölgaði mest af íbúum höfuðborgarsvæðisins ef mið er tekið af tölum Hagstofunnar sem ná frá 1. júlí í fyrra til 1. júlí í ár.  Blaðið Reykjavík greinir frá þessu. 740 manns bættust í hóp kátra Kópavogsbúa, sem er 2,36% aukning frá því í fyrra. Samtals eru Kópavogsbúar nú 32.130 manns.  Það eru 4.590 handboltalið eða 2.921 fótboltalið.

Fjölgun hefur orðið í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðins frá því í fyrra. Næst mesta fjölgunin varð í Hafnarfirði, sem kemst þó varla með tærnar þar sem Kópavogur er með hælana. Hlutfallsleg fjölgun í Hafnarfirði varð 1,61% – um 430 manns, eða jafn mikið og 39 fótboltalið.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn