Ný tónlistarhátíð í Kópavogi tilnefnd til tónlistarverðlauna

Tónlistarhátíðin CYCLE, Music and Art Festival, sem fram fór í Kópavogi sl. sumar er tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir að vera tónlistarviðburður ársins. Hátíðin er ný og er henni stýrt af ungu tónlistarfólki í samstarfi við Kópavogsbæ. Hún fór að mestu fram í menningarhúsum bæjarins, m.a. í Salnum og Gerðarsafni, en einnig voru viðburðir í Gamla Kópavogsbænum og Gamla Hælinu. Hátíðin var mjög vel sótt og fékk góða dóma.

Nú er verið að undirbúa næstu CYCLE hátíð sem mun fara fram í október í Kópavogi á þessu ári. „Hátíðin er til marks um þær nýju slóðir sem við erum að feta í menningarstarfi í bænum og samræmist vel nýrri menningarstefnu, sem hvetur okkur til að blanda saman mismunandi listgreinum, nýta vel nálægð ólíkra menningarhúsa, starfa með ungu listafólki og fara með listina út í almenningsrými,“ útskýrir Arna Schram, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.

Hátíðin leiddi saman stórstjörnur úr listaheiminum eins og Ólaf Elíasson, Gjörningaklúbbinn og Simon Steen-Andersen og rísandi stjörnur eins og Eyvind Gulbrandsen, strengjasveitina Skark og slagverkstríóið Pinquins. Auk fjárframlags úr lista- og menningarsjóði hlaut hátíðin fjölmarga erlenda styrki.

Í rökstuðningi dómnefndar um hátíðina segir: „Afar metnaðarfull og spennandi listahátíð þar sem sjónum var beint að tengslum tónlistar, hljóðlistar, gjörningalistar, myndlistar og arkitektúrs í samtímanum. Hátíðin átti í frjóu samtali við áhorfendur og gesti og var flutningur í hæsta gæðaflokki. Á meðal fjölmargra magnaðra viðburða sem þar áttu sér stað má nefna þverfaglega tónlistargjörninginn Mirror’s Tunnel, samstarsverkefni Ólafs Elíassonar myndlistarmanns, tónskáldsins Páls Ragnars Pálssonar og strengjasveitarinnar Skark, hljóðgöngu Christinu Kubisch og verkið Diptych eftir Þráin Hjálmarsson tónskáld og myndlistarmanninn Sigurð Guðjónsson.”

Stjórnendur hátíðarinnar eru: Guðný Guðmundsdóttir, Fjóla Dögg Sverrisdóttir og Tinna Þorsteinsdóttir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á