Nýja línan rædd í Kópavogi

Áhugasamir íbúar komu margvíslegum ábendingum á framfæri á íbúafundi í Smáraskóla í síðustu viku sem var fyrsti fundur af þeim fimm sem haldnir verða í tengslum við væntanlega samgöngustefnu

Á fundinum var unnið á þremur starfsstöðvum sem fjölluðu um umferðaröryggi, almenningssamgöngur og hjóla og göngustíga. Margar góðar ábendingar komu fram, svo sem að strætó hætti að ganga Dalsmára, gatan verði mjókkuð til að draga úr hraða. Bent var á blindhorn hjólreiða og hvar væri þörf á hljóðvörnum. Farið var yfir leiðarval samgönguhjólreiða og bárust góðar ábendingar um leiðarvalið.

Íbúafundir vegna væntanlegrar samgöngustefnu, Nýju línunnar, verða haldnir í Kópavogi í nóvember og desember. Auk þess geta íbúar komið ábendingum á framfæri á ábendingavef samgöngustefnunnar og er það í fyrsta sinn sem sú leið er farin við gerð stefnu í Kópavogi.

 Ábendingar íbúa hvort sem er af fundum eða vef verða hafðar til hliðsjónar við gerð samgöngustefnunnar. Einnig verður gerð könnun um ferðavenjur sem hægt er að nálgast á vef Kópavogsbæjar, rétt eins og ábendingavefinn.

Á íbúafundunum verður kynning á markmiðum samgöngustefnunnar en við gerð hennar verða umhverfisvænar samgöngur hafðar að leiðarljósi. Þá verður óskað eftir tillögum frá íbúum og unnið á þremur starfsstöðum, almenningssamgöngur, umferðaröryggi, gangandi og hjólandi.

„Við höf­um góða reynslu af því að vinna með íbú­um á íbúa­fund­um en það er skemmti­leg nýbreytni að bjóða íbú­um upp á fleiri leiðir til að taka þátt í stefnu­mót­un með okk­ur,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

„Við leggjum áherslu á umhverfisvænar samgöngur í nýrri samgöngustefnu og viljum stuðla að breyttum ferðavenjum. Það er því mjög mikilvægt að heyra sjónarmið íbúa um ferðavenjur, almenningssamgöngur og umferðaröryggi,” segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs en hún er í vinnuhópi um nýja samgöngustefnu.

Fundirnir hefjast klukkan 17. Í næstu viku, 13. nóvember, verður fundað í Álfhólsskóla fyrir skólahverfi Álfhóls-, Snælands- og Kópavogsskóla. 23. nóvember er fundarstaður Hörðuvallaskóli. Sá fundur er fyrir íbúa í Vatnsenda, það er skólahverfi Vatnsenda- og Hörðuvallaskóla. 27. nóvember er fundað í Lindaskóla fyrir íbúa í Linda- og Salahverfi. Síðasti fundurinn er 5. desember í safnaðarheimilinu Borgum, (safnaðarheimili Kópavogskirkju) fyrir íbúa á Kársnesi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn