Nýtt og endurbætt Kínahof við Nýbýlaveg


Kynning:

Flestir Kópavogsbúar kannast við Kínahofið við Nýbýlaveg sem hefur fyrir löngu getið sér gott orð fyrir ljúffenga rétti á góðu verði. Í ár eru liðin 30 ár frá því Kínahofið hóf starfsemi. Af því tilefni var ráðist í að endurhanna veitingastaðinn frá grunni með auknu rými fyrir gesti. Nú komast mun fleiri í sæti en áður. Þá setur nýr bar sterkan svip á veitingastaðinn en nú er hægt að kaupa bjór af krana í fyrsta sinn í Kínahofinu. Eldhúsið var einnig tekið í gegn og er það nú með því fullkomnasta sem gerist. 

Lengi vel var Kínahofið rekið af tveimur bræðrum en fyrir sex árum urðu eigendaskipti þar sem Karen Lien Nguyen frá Víetnam keypti staðinn. Hún hefur verið búsett á Íslandi í næstum 20 ár og fyrir löngu orðin íslenskur ríkisborgari.

Hádegishlaðborð alla daga

Kínahofið býður upp á gómsætt hádegishlaðborð af asískum réttum alla daga vikunnar. Vinahópar, vinnufélagar og fjölskyldur nýta sér hádegishlaðborðið sem mælst hefur mjög vel fyrir. Ferskleikinn er í fyrirrúmi því asísk matargerð leggur áherslu á ferskleika og nýtt hráefni. Allur matur er  eldaður frá grunni þegar pöntun berst því það tryggir besta bragðið og gæðin.

Veisluþjónusta 

Fastagestir Kínahofsins eru margir og koma víða að. Meðal vinsælla rétta eru lambakjöt í sataysósu, nautakjöt í piparsósu og pekingönd. Þá er svokallað „dim sum“ nýtt á matseðlinum sem er afskaplega vel tekið, að sögn Karenar Nguyen, eiganda Kínahofsins. „Nú getum við einnig boðið upp á veisluþjónustu þar sem eldað er að ósk viðskiptavinarins og við komum með heita veislubakka í heimahús eða veislusali,“segir Karen og bætir því við að það sé gott að vera á Nýbýlavegi. „Hér á Nýbýlavegi eru margir matsölustaðir en lengi vel var Kínahofið hér eitt á svæðinu. Það má segja að með nýju hverfi í Lundi og víðar hér í nágrenninu hafi viðskiptavinum okkar fjölgað þótt þeir komi víða að.“

Kínahofið að Nýbýlavegi 20 er opið alla daga frá klukkan 11:00 til 22:00.
Facebook síða Kínahofsins: https://www.facebook.com/www.kinahofid.is/?fref=ts