Opnun CYCLE og NEW RELEASE í Gerðarsafni

Opnunarhátíð CYCLE fer fram í Gerðarsafni fimmtudaginn 13. ágúst kl. 17 og stendur hátíðin til sunnudagsins 16. ágúst.

Samsýningin NEW RELEASE er undir stjórn breska sýningarstjórans Nadim Samman. Nadim er annar tveggja stjórnenda Import Projects, ritstjóri Near East Magazine og sýningarstjóri hjá Thyssen-Bornemisza Art Contemporary. Hann lærði heimspeki við University College London áður en hann lauk doktorsgráðu í Listasögu við Courtauld Institute of Art. Nadim stýrði fjórða Marrakech tvíæringnum ásamt Carson Chan 2012. Á síðasta ári sýningarstýrði hann Antarctopia: The Antarctic Pavilion, fjórtánda Feneyjartvíæringnum í arkitektúr og Treasure of Lima: A Buried Exhibition sem var einstök staðarsýning á Kyrrahafseyjunni Isla del Coco.

Á sýningunni NEW RELEASE verður reynt á þolmörk sniðmengis tónlistar og myndlistar. Listamenn sýningarinnar eru Andreas Greiner (DE) & Tyler Friedman (US), Berglind María Tómasdóttir (IS), Bergrún Snæbjörnsdóttir (IS), Boris Ondrei?ka (SK), Charles Stankievech (CA), Christina Kubisch (DE), Curver Thoroddsen (IS), Einar Torfi Einarsson (IS), Gjörningaklúbburinn (IS), Hulda Rós Guðnadóttir (IS), Ingibjörg Friðriksdóttir (IS), Jeremy Shaw (CA), Katrína Mogensen (IS), Logi Leó Gunnarsson (IS), Ólafur Elíasson (DK/IS), Sigtryggur Berg Sigmarsson (IS), Sigurður Guðjónsson (IS) & Þráinn Hjálmarsson (IS).

Listahátíðin CYCLE býður upp á fjölbreytta dagskrá tónleika, gjörninga, vinnustofa og málþinga í menningarhúsum og almenningsrýmum í Kópavogi. Hátt í hundrað myndlistamanna, tónskálda og tónlistarmanna taka þátt í hátíðinni, þar á meðal Ólafur Elíasson, Christina Kubisch, Jennifer Walshe, Simon Steen-Andersen, Ensemble Adapter og Skark Ensemble.

Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.cycle.is/
Miðasala á viðburði hátíðarinnar er hafin en margir viðburðir hennar eru gjaldfrjálsir: https://tix.is/en/event/778/cycle-music-and-art-festival-/

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn