Óuppgerður kostnaður við prófkjör Sjálfstæðismanna

Ármann Kr. Ólafsson og Margrét Friðriksdóttir eru í efstu tveimur sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Einungis sex af fimmtán frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins hafa skilað inn gögnum til Ríkisendurkoðunar vegna kostnaðar við prófkjör

Ármann Kr. Ólafsson og Margrét Friðriksdóttir eru í efstu tveimur sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson og Margrét Friðriksdóttir eru í efstu tveimur sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Hvorki Ármann Kr. Ólafsson né Margrét Friðriksdóttir, sem sitja í tveimur efstu sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa skilað Ríkisendurskoðun upplýsingum um kostnað við prófkjör sem fram fór þann 8. febrúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogur í dag. Þau Ármann og Margét háðu harða baráttu um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu.

Frambjóðendur hafa þrjá mánuði til að skila upplýsingum til Ríkisendurskoðunar, samkvæmt lögum, hafi kostnaður við prófkjörið farið yfir 400 þúsund krónur.

Samkvæmt lögunum mega frambjóðendur nota mest eina milljón króna til prófkjörs en í tilviki Kópavogs, vegna stærðar sveitarfélagsins, má þessi upphæð fara upp undir fimm milljónir króna.

Fram kemur á vef Ríkisendurskoðunar að einungis Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem er í þriðja sæti flokksins, hafi skilað inn uppgjöri vegna prófkjörsins en bæjarblaðið Kópavogur hefur upplýsingar um að Hjördís Johnson, sem situr í fjórða sæti listans, hafi einnig skilað uppgjöri. Ekki hvílir lagaskylda á frambjóðendum að skila inn uppgjöri fari kostnaður undir 400 þúsund krónum en sex af fimmtán frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu hafa skilað inn gögnum til Ríkisendurskðunar.

Í samtali við bæjarblaðið Kópavog í dag segir Ármann að sótt hafi verið um frest til Ríkisendurskoðunar fyrir 8. maí þar sem endanlegir kostnaðarreikningar og styrkir voru ekki búnir að skila sér. Uppgjöri verði skilað þegar það liggur fyrir. Þó er ljóst að kostnaður prófkjörsins er innan tilskilinna marka, er haft eftir Ármanni.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar