Saka bæjarstjóra um að sitja á upplýsingum

XS_2013_logo_170Fulltrúar Samfylkingar og Næstbesta flokksins í bæjarstjórn Kópavogs lögðu fram eftirfarandi bókun á bæjarstjórnarfundi í gær:

Nú er einsýnt um það að nokkuð verði gert í málefnum leigjenda í Kópavogi fram yfir kosningar.  Það skiptir máli hverjir stjórna. 

Frá því í haust hefur bæjarstjórn Kópavogs rætt um aðgerðir vegna neyðarástands í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Tillögur hafa verið lagðar fram um fjölgun félagslegra leiguíbúða og aðgerðir til að greiða fyrir byggingu hagkvæmra íbúða á almennum leigumarkaði. Markmiðið hefur verið að stíga lítið skref í þá átt að vinna á löngum biðlista eftir félagslegum íbúðum í bænum og stuðla að framboði á hagkvæmum og varanlegum leiguíbúðum.

Þrátt fyrir skýran vilja meirihluta bæjarfulltrúa í þessum efnum hefur bæjarstjóri sem er framkvæmdastjóri bæjarins haft samþykktir bæjarstjórnar að engu. Í stað þess að vinna að málinu í samræmi við ákvarðanir bæjarstjórnar hefur hann barist gegn þessum hugmyndum af miklum krafti. Hann hefur enda margsinnis lýst þeim skoðunum sínum að hann telji enga þörf á að mæta óskum fólks um hagkvæmar leiguíbúðir, heldur eigi fólk að kaupa sér íbúð til að búa í.

Bæjarstjóri hefur með stuðningi oddvita Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa, sem nú er orðin Björt framtíð, tafið framgang þessa máls með ýmsum hætti. M.a. með því að framkvæma ekki samþykktir bæjarstjórnar eins og áður er sagt. Nú síðast með því að halda mikilvægri skýrslu frá bæjarfulltrúum um tíma meðan hann var að kynna sér hana. Þann tíma notaði hann til að semja fréttatilkynningu upp úr henni, þóknanlega hans málstað. Hann sendi hana og skýrsluna á fjölmiðla á sama tíma og hann sendi öðrum bæjarfulltrúum skýrsluna. Þetta er þeim mun alvarlegra að þennan sama dag var bæjarstjórnarfundur þar sem húsnæðismál voru á dagskrá. Skýrslan sem hann hafði haft undir höndum í tæpan sólarhring að hans sögn, var send bæjarfulltrúum svo seint að þeir höfðu ekki tíma til að lesa hana fyrir fundinn. Hann sat því einn að þeim upplýsingum sem í henni voru á fundinum.

Sem framkvæmdarstjóra bæjarins bar bæjarstjóra að hefja þá þegar vinnu við að framfylgja ákvörðun bæjarstjórnar m.a. með því að: 

*   Leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun og fá þannig heimild til viðbótar fjárútláta

*   Hafa samband við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga og tilkynna um ákvörðun bæjarstjórnar – að viðbótar fjárútlát yrðu fjármögnuð með tekjum af lóðaúthlutunum

*   Að setja starfsmenn bæjarins í vinnu við nánari útfærslu tillögu bæjarstjórnar m.a. að finna hentuga lóð

*   Að tala verkefnið upp og nálgast það af jákvæðni og standa með ákvörðun bæjarstjórnar

Það er bæjarstjórn sem fer með æðsta vald í málefnum bæjarins og þeim sem tekur að sér framkvæmdastjórn sveitarfélagsins ber að fylgja samþykktum hennar, jafnvel þó að hann sé þeim ekki sammála. Það hefur bæjarstjóri ekki gert í þessu máli og hefur því brugðist í því starfi sem hann tók að sér fyrir bæjarstjórn Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kopavogur
konurtilahrifa
2
karsnesf
Alfholsskoli
v2video
styrkur-1
lista-ogmenningarrad_2022_1_1-copy
Guðmundur Þorkelsson