Sýning á verkum Gerðar Helgadóttur í Gerðarsafni.

Sumarsýning Gerðarsafns hefur verið opnuð. Á henni má finna valin verk eftir Gerði Helgadóttur.

Gerður Helgadóttir.  Mynd: www.gerdarsafn.is
Gerður Helgadóttir.
Mynd: www.gerdarsafn.is

Fyrsta einkasýning Gerðar Helgadóttur myndhöggvara (1928-75) hér á landi árið 1952 markaði tímamót í íslenskri sjónlistasögu. Þessi unga listakona gerðist brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist með nýstárlegum járnverkum og tók fyrst kvenna forystu í höggmyndlist hérlendis. Fáeinum árum síðar varð hún einnig frumkvöðull í glerlist á Íslandi. Steindir gluggar hennar í Skálholtskirkju frá 1959 eru sannkallað stórvirki og einstakt framlag til abstraktlistarinnar hér á landi. Á næstu árum voru afköst Gerðar með ólíkindum og listsköpun hennar margvísleg, þar sem hvert tímabilið rak annað með fjölbreyttum og heillandi verkum, jafnt í þrívídd sem glerlist.

Sérstakur kafli í list Gerðar hefst í árslok 1966 þegar hún lætur gamlan draum rætast og ferðast til Egyptalands í leit að innblæstri fyrir verk sín. Næstu tvö árin eftir heimkomuna verður áhrifa frá ferðinni vart og bersýnilegt að hið stórbrotna í egypskri list hefur heldur ekki látið Gerði ósnortna. Hún mótar efnismikil verk úr steinsteypu og lágmyndir úr gifsi. Í sumum verkanna fellir hún litað og ólitað gler inn steinsteypuverkin þannig að höggmyndir og glerlist blandast í einu og sama verkinu. Þá gengur hið algilda trúartákn „Augað alsjáandi“ eins og rauður þráður í gegnum mörg þessara verka og líta má á fíngerð formin sem mótuð eru á yfirborð þeirra sem eins konar nútímalegt tilbrigði við egypskt myndletur. Dæmi um þessi egypsku áhrif í list Gerðar eru í salnum á neðri hæð. Þar eru líka skissur og tillögur að mósaíkmyndum sem Gerður vann, meðal annars tillögur að altaristöflu fyrir Kópavogskirkju frá árinu 1971 sem sóknarnefndin hafnaði.

Gerður starfaði mestan hluta ævi sinnar erlendis, einkum í Frakklandi, Þýskalandi og Hollandi. Fjölmörg verk eftir hana er að finna í opinberum byggingum og á einkaheimilum á meginlandinu. Gerður lést 47 ára að aldri árið 1975. Tveimur árum síðar færðu erfingjar hennar Kópavogsbæ að gjöf 1400 verk úr dánarbúi hennar. Sú höfðinglega gjöf var stofninn að Gerðarsafni sem tók til starfa árið 1994.

http://www.gerdarsafn.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn