Þið borgið loforðaflauminn

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, skipar 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í suðvesturkjördæmi.

Kosningaloforð um aukið fjármagn upp á tugi milljarða króna í ríkisútgjöld eru sívinsæl, að minnsta kosti rétt fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn segjast þannig ætla að sækja 100 milljarða í bankana, ýmist með því að lækka eiginfjárhlutfall þeirra sem þýðir meiri áhætta á almenning, eða með því að kaupa Arion banka og gefa hann svo sem ókeypis peninga fyrir atkvæði. Vinstri grænir og Samfylkingin ætla að auka ríkisútgjöld árlega um 50-75 milljarða án þess að útskýra hvernig. Píratar ætla sér líka að auka árleg ríkisútgjöld um nokkra tugi milljarða og fjármagna það með því að sleppa því að borga niður skuldir ríkisins en  færa þær frekar yfir á framtíðarkynslóðir.

Þegar öll þessi loforð eru skoðuð kemur í ljós að þau eru byggð meira á hættulegum skammtíma hagsmunum fyrir flokkana frekar en langtímahag kjósenda og komandi kynslóða.

Við í Bjartri framtíð stöndum með þeirri stefnu um að það beri að greiða hratt niður erlendar skuldir landsins. Þannig sparast milljarðar sem nýta verður í velferð og uppbyggingu innviða.

Ríkissjóður greiðir um 10% af árlegum tekjum sínum í greiðslu vaxtagjalda. Ekkert ríki ESB greiðir hærri vaxtagjöld en Ísland sem hlutfall af tekjum hins opinbera. Það segir sig því sjálft að við verðum að losa okkur undan þeirri byrði áður en við aukum innlend útgjöld frekar eða lækkum skatta. Samkvæmt fjármálaáætlun sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram verður staðan orðin gjörbreytt árið 2020. Erlendu lánin verða greidd upp hratt og þannig orðið meira rými til aukinna ríkisútgjalda og  skattalækkana án þess að lofa upp í ermina.

Björt Framtíð hugsar til langtíma frekar en að kaupa sig inn á þing með loforðum sem munu ekki standast og verða fjötur um fót fyrir krakkana okkar sem eiga ekki að taka á sig okkar byrðar. Við tölum heiðarlega við kjósendur. Þið eigið það skilið, og börnin ykkar eiga skilið bjarta framtíð.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn