Þjóðlagasveitin Þula slær í gegn

Þjóðlagasveitin Þula er skipuð átta fjölhæfum tónlistarnemendum á aldrinum 14-17 ára úr Tónlistarskóla Kópavogs, sem hafa um fimm ára skeið æft íslenska þjóðlagatónlist sér til gleði en einnig til vitundarvakningar á íslenska tónlistararfinum. Þjóðlagasveitin hefur komið víða fram og hvarvetna vakið athygli fyrir gleði og skemmtilega framkomu. Sveitin hélt tónleika á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í fyrra; komst í úrslit Nótunnar – uppskeruhátíðar tónlistarskólanna í Eldborg Hörpu og tók þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík, svo nokkuð sé nefnt. Nýlega tók sveitin þátt í alþjóðlegri þjóðlagahátíð í Barcelona á Spáni. Óhætt er að segja að Þula hafi vakið mikla athygli enda kemur hljómsveitin fram í íslenskum þjóðbúningum.

Tónlistarskóli Kópavogs er eina tónlistarskóli á landinu sem býður upp á nám af þessu tagi.

Þjóðlagasveitin Þula býður upp á tónlistarflutning við öll tækifæri til dæmis veislur, afmæli, hátíðir og aðra viðburði fyrir fyrirtæki, félagasamtök, einstaklinga eða hópa í fjáröflunarskini fyrir tónlistarferð á þjóðlagahátíð á Spáni í sumar. Efnisskrá hópsins gæti verið allt frá fáum lögum að heilli klukkustund og kynningar farið fram á íslensku, ensku, þýsku eða dönsku. Hægt er að kynnast Þjóðlagasveitinni Þulu betur á Facebook síðu sveitarinnar og senda ósk um viðburð með skilaboðum þar. Einnig er að fara af stað söfnun fyrir ferðinni á Karolina Fund.

 

Þjóðlagasveitin Þula.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn