Tillögur um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu


Gísli Baldvinsson, stjórnmálafræðingur og fulltrúi Vinstri Græna og félagshyggju í skólanefnd Kópavogs.

Gísli Baldvinsson, stjórnmálafræðingur og fulltrúi Vinstri Græna og félagshyggju í skólanefnd Kópavogs.

Sama hvaðan gott kemur
Íbúafjöldi á Akureyri er um tuttugu þúsund á meðan Kópavogur er að nálgast þrjátíu og fimm þúsund markið. Bæjarstjórn Akureyrar skipaði vinnuhóp um íbúalýðræði og hér eru helstu niðurstöður:
Tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði að forgangsröðun Bæjarstjórnar Akureyrar á verkefnum þeim er lögð eru fram í tillögum hópsins.

Árið 2016 er mælt með að unnið verði að eftirfarandi verkefnum:
1. Persónukjör. Vinnuhópurinn leggur til að sett verði í forgang vinnuferli til að mögulegt verði að taka upp persónukjör í kosningum til sveitarstjórnar vorið 2018.
2. Upplýsingastefna. Vinnuhópurinn leggur til að strax á árinu 2016 verði lögð drög að upp- lýsingastefnu í samræmi við tillögur hópsins og þannig verði rafræn samskipti við íbúa formgerð með meira afgerandi hætti en nú er. Þá viljum við ítreka mikilvægi þess að farið verði eftir samþykkt frá 2013 um meira upplýsandi fundargerðir og að frágangi í kringum ritun og fylgiskjöl með fundargerðum verði komið í horf í samræmi við þá samþykkt þegar í stað.
3. Íbúaráð. Vinnuhópurinn leggur til að unnið verði að því á árinu að stofna íbúaráð í samræmi við tillögur hópsins.
4. Fjölgun bæjarfulltrúa. Vinnuhópurinn leggur til að tekin verði ákvörðun um hvort fjölga eigi bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Akureyrar eftir næstkomandi sveitastjórnarkosningar vorið 2018 eigi síðar en í lok árs 2016.

Hér eru margar athyglisverðar tillögur sem vert er að skoða. Sama hvaðan gott kemur. Nokkrir af þessum þáttum hafa verið til skoðunar hjá Kópavogsbæ er þættir svo sem fjölgun bæjarfulltrúa og persónukjör mætti ræða nánar. Eftirfarandi punkta mætti einnig fá á láni frá Akureyri:

Vinnuhópur um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu leggur til við bæjarstjórn Akureyrar að gerð verði upplýsingastefna fyrir Akureyrarbæ. Þar verði meðal annars sérstaklega fjallað um:
• Vandaða meðferð og miðlun upplýsinga frá stjórnsýslunni.
• Vandaða meðferð og miðlun gagna innan stjórnsýslunnar.
• Hvernig best sé að auka gagnvirkt upplýsingaflæði milli sveitarfélagsins og íbúa í gegnum samfélagsmiðla.
• Aðgengi íbúa að fundargerðum á heimasíðu ásamt fundargögnum nema þegar um er að ræða trúnaðargögn.

Síðasta atriðið var reyndar samþykkt sem áskorun í Skólanefnd Kópavogs og er til umræðu í bæjarráði. Skýrslu vinnuhópsins má finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.