Tökin hert

Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VG í Kópavogi.
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VGF í Kópavogi.

Í upphafi þessa kjörtímabils náðist samkomulag um nefndaskipun hjá Kópavogsbæ þannig að hinn nýji meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks gaf eftir eitt sæti í hverri 7 manna nefnd þ.a. allir flokkarnir í bæjarstjórn ættu þar kjörinn fulltrúa.  Þetta eru af flestum taldar lykilnefndir bæjarins, Skipulagsnefnd, Skólanefnd og Félagsmálaráð.  Eftir sem áður hafði meirihlutinn tryggann meirihluta í öllum nefndunum.

Þetta var mjög í anda þeirrar stefnu sem Björt Framtíð hafði boðað, samvinna og samstarf í stað átaka.  Það hefur líka fram að þessu gengið eftir að samvinna hefur verið góð og flest mál til lykta leidd í góðri samstöðu  bæjarfulltrúa. Nýjasta dæmið þar um er ágæt lending í húsnæðismálum bæjarskrifstofanna sem mönnum er kunnug.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar kvað hins vegar við annan tón frá meirihlutanum. Nú skyldu hert tökin á nefndunum og  kosið aftur í nefndir en meirihlutinn taka sér 5 fulltrúa í hverri.  Minnihlutinn hefur þá 2 fulltrúa og einn áheyrnarfulltrúa.  Samhliða breytingunum ákvað svo BF að fækka þeim almennu flokksmönnum sem sætu í nefndum, því bæjarfulltrúar þeirra tóku sér sæti í sömu nefndum, sæti sem áður voru setin af almennum flokksmönnum.  Því gerist tvennt í einu, flokkspólitísku tökin eru hert og í tilfelli BF eru forystumönnum flokksins falin meiri völd og áhrif á kostnað grasrótarinnar.

Minnihlutinn mun eftir sem áður veita meirihlutanum aðhald, styðja góð mál en reyna að sveigja önnur til betri vegar. VGF mun áfram tala fyrir samvinnu og lausnamiðari stjórn á bænum, þar sem hagsmunir bæjarbúa og þjónusta við þá verður í  forgrunni.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn