Verkefni næsta kjörtímabils

Árni Páll Árnason, skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suð-vestur kjördæmi.
Árni Páll Árnason, skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suð-vestur kjördæmi.

Skynsamleg viðbrögð við hruninu hafa skilað okkur í þá stöðu að við höfum nú einstakt tækifæri til að gera grundvallarbreytingar til góðs á næsta kjörtímabili. Við ríkisvæddum ekki tjónið af hruninu, vörðum útgjöld til velferðarmála sem kostur var og nýttum samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum. Það er mikilvægt að glata ekki þessu einstæða tækifæri. Við þurfum að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu og draga úr kostnaði fólks af henni. Við þurfum að útrýma biðlistum og sjálfsagt markmið á að vera að engir biðlistar eftir mikilvægum aðgerðum verði lengri en 3 mánuðir og að því markmiði verði náð fyrir lok næsta árs. Opinber heilbrigðisþjónusta verður að standast samjöfnuð við það sem best gerist í öðrum löndum.

Í málefnum aldraðra þarf að ljúka við breytingar á almannatryggingakerfinu sem afnema krónu á móti krónu skerðingar og tryggja lífeyrisþegum með lítinn lífeyri úr lífeyrissjóðum að þeir njóti hans til fulls. Það þarf líka að mæta sérstaklega lífeyrisþegum með háan húsnæðiskostnað. Þá þarf að gera stórátak í húsnæðismálum aldraðra, jafnt með byggingu fjölbreyttari þjónustuíbúða sem með byggingu fleiri hjúkrunarheimila. Á mestu erfiðleikatímum lýðveldissögunnar í hruninu miðju stóðum við í Samfylkingunni fyrir byggingu 400 hjúkrunarrýma. Síðan hefur verið ládeyða. Það þarf kröftugt byggingarátak á ný. Í viðskiptalífinu þurfum við að styðja við öfluga samkeppni og vinna gegn hringamyndun og klíkumyndun.

Allar atvinnugreinar eiga að greiða auðlindagjald til almennings af afnotum af sameiginlegum auðlindum. Fjármálakerfið þarf að endurskipuleggja og koma í veg fyrir að bankar starfi fyrst og fremst til að búa til hagnað fyrir sjálfa sig og áhættu fyrir almenning. Við þurfum að tryggja almenningi aðgang að ódýrum bankaviðskiptum og banna bönkum að nýta innstæður almennings til að skapa sjálfum sér gróða. Úrvinnsla skuldamála frá hruni á að verða okkur verðmætur lærdómur. Það þarf að auka áhættu banka af útlánum, torvelda bönkum að ganga að fólki ef greiðslugeta bregst og styrkja lagaumhverfi greiðsluaðlögunar. Þá þarf að tryggja almenningi í landinu arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Borgunarhneykslið á að vera einsdæmi – ekki fordæmi.

Tækifærið til þessara breytinga er núna. Við skulum nýta það og kjósa Samfylkinguna – xs – í kosningunum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn