100 spjaldtölvur í leikskóla í Kópavogi

Hafdís Hafsteinsdóttir skólastjóri leikskólans Efstahjalla og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstóri Kópavogsbæjar, með nemendum leikskólans við afhendingu spjaldtölva í dag en afhending til leikskólastjóra fór fram í leikskólanum Efstahjalla.
Hafdís Hafsteinsdóttir skólastjóri leikskólans Efstahjalla og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstóri Kópavogsbæjar, með nemendum leikskólans við afhendingu spjaldtölva í dag en afhending til leikskólastjóra fór fram í leikskólanum Efstahjalla.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti leikskólastjórum bæjarins 100 spjaldtölvurnar og 20 fartölvur á leikskólanum Efstahjalla .

Spjaldtölvurnar voru afhentar með fjölmörgum smáforritum sem nýtast í kennslu á leikskólastigi. Námskeið verða haldin fyrir alla kennara í leikskólum Kópavogs og framhaldsnámskeið fyrir þá kennara sem eru lengra komnir.

Spjaldtölvur hafa verið notaðar með góðum árangri í kennslu í leikskólum Kópavogs, að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum. Þær hafa nýst í sérkennslu, tungumálakennslu og við úrlausn einfaldra sem flókinna verkefna fyrir börn á leikskólaaldri. Með fleiri spjaldtölvum fjölgar möguleikum á notkun tækjanna.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjori segir afhendingu spjaldtölva vera kaflaskil í leikskólastarfi í Kópavogi.

Spjaldtölvurnar eru fyrirtaks viðbót við þann fjölbreytta efnivið sem leikskólarnir bjóða upp á til að örva börn í námi og leik. Spjaldtölvuvæðing leikskólanna er líka í góðu samræmi við þá stefnu meirihlutans að skólar í Kópavogi séu í fremstu röð. Öflug og rétt notkun upplýsingatækni á öllum skólastigum styrkir nemendur okkar.

Afhending spjaldtölvanna helst í hendur við uppsetningu þráðlauss nets í leik- og grunnskólum Kópavogs. Nettengin leikskólanna í Kópavogi, sem eru 19 talsins, var stækkuð þrefalt árið 2013 og er uppsetningu þráðlauss nets nú lokið í öllum nema tveimur leikskólum Kópavogs. Þráðlaust net eykur mjög á notkunarmöguleika spjaldtölva og fartölva í skólastarfi, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Fram kemur að í fyrra voru auk þess allar borðtölvur leikskólanna uppfærðar í vinnurýmum kennara og hjá stjórnendum. Um er að ræða samtals 100 öflugar borð- og fartölvur.

Kostnaður við uppsetningu á þráðlausu neti og kaup á búnaði fyrir leikskóla eru um 30 milljónir króna á þessu ári. Í þeirri upphæð er einnig kostnaður við lagfæringar á lögnum sem reyndust nauðsynlegur undanfari uppsetningarinnar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

konurtilahrifa
Guðfinnur Snær
10490323_10203594813824611_577238843_n
Sigurbjorg-1
Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins. Ljósmynd: Geir Ólafsson.
default
Gunnar Bragi Sveinsson
David opinber mynd
Bergur