1,3 milljarðar í plús

Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam 1,3 milljörðum króna árið 2018 en gert hafði verið ráð fyrir 798 milljónum í fjárhagsáætlun með viðauka. Skuldahlutfall bæjarins var 108% í árslok 2018 og lækkar úr 133% frá árslokum 2017. Ársreikningurinn sýnir sterka stöðu Kópavogsbæjar.

Skuldahlutfall bæjarins lækkaði úr 133% frá árslokum 2017 í 108% við árslok 2018.

„Afkoma bæjarins er helmingi betri en við höfðum reiknað með sem sýnir enn og aftur hversu sterkur rekstur bæjarins er. Þessi niðurstaða er einkar ánægjuleg í ljósi þess að við lækkuðum fasteignaskatta- og gjöld á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Við erum líka með útsvar undir lögbundnu hámarki og höfum ekki hækkað gjaldskrár í samræmi við kostnaðarhækkanir. Í Kópavogi hafa verið ýmis konar umsvifamiklar framkvæmdir en við höfum ekki tekið nein lán fyrir þeim framkvæmdum. Það eru hins vegar blikur á lofti og engin vafi á því að rekstur sveitarfélaga verður erfiðari í ár en í fyrra. Fall Wow Air og annar fyrirséður samdráttur í ferðaþjónustu hefur áhrif bæði á skatttekjur og velferðarútgjöld. Því er mikilvægt að sýna skynsemi og aðhald í rekstri,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs í tilkynningu frá bænum. Þar kemur einnig fram að fjárfest var fyrir 3,6 milljarða í eigum bæjarins.

Stærsta einstaka framkvæmdin var bygging nýs íþróttahúss við Vatnsendaskóla sem nýtist skólanum og íþróttafélaginu Gerplu en 373 milljónir fóru í húsið 2018 sem kostaði um 1,1 milljarð í heildina. Þá voru mikil umsvif við Kársnesskóla. Keyptar voru sjö skólastofur sem settar voru við skólann í Vallargerði og gengið frá lóðinni þar. Niðurrif á húsnæði skólans við Skólagerði hófst en framkvæmdir við nýtt skólahús þar hefjast sumarið 2019. Alls fóru 460 milljónir í framkvæmdir við Kársnesskóla. Bygging húsnæðis fyrir Skólahljómsveit Kópavogs hófst en 111 milljónir fóru í nýtt húsnæði árið 2018 sem áætlað er að verði vígt í árslok 2019. Grunn- og leikskólalóðir voru endurnýjaður fyrir 160 milljónir en skólabyggingar, fyrir utan Kársnesskóla fyrir um 330 milljónir.

Miklar framkvæmdir voru í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar og nam fjárfestingin um 305 milljónum króna. Gervigras í Kórnum var endurnýjað og unnið að endurbótum á útivelli við Kórinn. Gervigras í Fagralundi var endurnýjað. Þá hófust framkvæmdir við endurnýjun Kópavogsvallar.

Fjárfest var í gatnaframkvæmdum fyrir um 1,3 milljarða króna.

Helstu gatnaframkvæmdir voru á þéttingarsvæðum bæjarins í Glaðheimum, 201 Smára, Auðbrekku og á Kársnesi. Lokið var við að hlaða grjótgarð meðfram allri Kársnestánni og loka þar með landfyllingu á Kársnesi. Þá var Nónhæðin gerð byggingarhæf.

Í Menningarhúsum bæjarins voru helstu framkvæmdir endurnýjun á ljósabúnaði Salarins og breytingar á skipulagi Bókasafns Kópavogs en þar var innréttuð unglingadeild.

Þá voru eignir bæjarins í Fannborg 2, 4 og 6 seldar fyrir rúman milljarð króna.

Niðurgreiðsla skulda

Vaxtaberandi skuldir í ársreikningi 2018 voru 30,8 milljarðar.

Skuldahlutfall samstæðu er sem fyrr segir 108% en var 133% í árslok 2017 Það var hæst 242% árið 2010. Ekki voru tekin ný lán á árinu 2018 fyrir framkvæmdum og alls greiddir 3,2 milljarðar í afborganir lána.

Tekjur

Tekjur sveitarfélagsins námu rúmlega 32,1 milljörðum en gert hafði veið ráð fyrir 30,8 milljörðum í tekjum fyrir A- og B-hluta. Eigið fé samstæðunnar nam í árslok 27,3 milljörðum en eigið fé A-hluta nam tæplega 18.5 milljörðum.

Veltufé frá rekstri var 3,5 milljarðar króna en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 4 milljörðum. Veltufé frá rekstri sýnir hvað rekstur gefur af sér til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána.

Rekstrarniðurstaða A-hlutans var jákvæð um 1,2 milljarða króna en gert hafði verið ráð fyrir 459 milljóna afgangi í viðaukaáætlun.

Laun og tengd gjöld 

Laun og launatengd gjöld voru alls 16,4 milljarðar króna sem eru um 100 milljónum yfir því sem áætlað var.

Heildarfjöldi starfsmanna hjá sveitarfélaginu í árslok 2017 voru 2.515 en meðalfjöldi stöðugilda 1.944.

Íbúar Kópavogsbæjar þann 1. september 2018 voru 36.320 og fjölgaði þeim um 1.028 frá fyrra ári eða um 2,9%.

Ársreikningur Kópavogsbæjar verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þriðjudaginn 23. apríl.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

2
audunn
Karate og Mæðrarstyrksnefnd
Kópavogskirkja
WP_20140828_13_50_05_Pro
Leikfelag_Kopavogs
Kristinn Rúnar Kristinsson
visindasmidjan2
Screen Shot 2015-03-15 at 10.47.03