1300 íbúðir rísa í Kópavogi á næstu fjórum árum

Í Kópavogi eru yfir 500 íbúðir í byggingu og verða yfir 120 þeirra tilbúnar næsta hálfa árið. Flestar þessarar íbúða eru í fjölbýlishúsum sem eru staðsett allt frá Kársnesi upp í efri byggðir Kópavogs. Gert er ráð fyrir að á næstu fjórum árum rísi  um það bil 1300 íbúðir í Kópavogi, af öllum stærðum og gerðum, að því er segir í tilkynningu frá bænum. 

Helstu þéttingarsvæði Kópavogs á næstu árum eru Glaðheimasvæðið, Auðbrekka, Kársnes og svæðið sunnan Smáralindar. Þá er Lundur neðan Nýbýlavegar enn í byggingu en þar verða 390 íbúðir þegar hverfið er fullbyggt. Á Glaðheimasvæði er gert ráð fyrir 530 íbúðum og er bygging hafin á 320 íbúðum á austurhluta þess svæðis. Skipulag sunnan Smáralindar gerir ráð fyrir 500 íbúðum í bland við verslun- og þjónustu, í fyrsta áfanga á Auðbrekkusvæðinu verða 160 íbúðir og í bryggjuhverfinu á Kársnesi verða alls  400 íbúðir þegar það er fullbyggt. Öll uppbygging í Kópavogi er í grónum hverfum og nýbyggingar að langmestu leyti fjölbýli þó enn séu til einbýlishúsalóðir til úthlutunar í Vatnsendahverfi. 

„Það er jákvætt að það sé svo mikil uppbygging í Kópavog og ánægjulegt að markmið nýsamþykktar húsnæðisskýrslu um að auka framboð á litlum íbúðum í nýju húsnæði muni nást á næstu árum. Við viljum að fólk á öllum aldri og fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum geti fundið húsnæði sem hentar í Kópavogi,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Uppbygging í Kópavogi er kynnt á sýningunni Verk og Vit í Laugardalshöll. Þar má sjá hvar verið er að byggja íbúðarhúsnæði í bænum og hvers konar húsnæði er í byggingu.

Markaðsstofa Kópavogs skipuleggur sýningarsvæði Kópavogs sem er samstarf Kópavogsbæjar og byggingaraðila. Sýningin er opin fagaðilinum í dag og á morgun en almenningi um helgina.

Verk og vit

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar