1300 íbúðir rísa í Kópavogi á næstu fjórum árum

Í Kópavogi eru yfir 500 íbúðir í byggingu og verða yfir 120 þeirra tilbúnar næsta hálfa árið. Flestar þessarar íbúða eru í fjölbýlishúsum sem eru staðsett allt frá Kársnesi upp í efri byggðir Kópavogs. Gert er ráð fyrir að á næstu fjórum árum rísi  um það bil 1300 íbúðir í Kópavogi, af öllum stærðum og gerðum, að því er segir í tilkynningu frá bænum. 

Helstu þéttingarsvæði Kópavogs á næstu árum eru Glaðheimasvæðið, Auðbrekka, Kársnes og svæðið sunnan Smáralindar. Þá er Lundur neðan Nýbýlavegar enn í byggingu en þar verða 390 íbúðir þegar hverfið er fullbyggt. Á Glaðheimasvæði er gert ráð fyrir 530 íbúðum og er bygging hafin á 320 íbúðum á austurhluta þess svæðis. Skipulag sunnan Smáralindar gerir ráð fyrir 500 íbúðum í bland við verslun- og þjónustu, í fyrsta áfanga á Auðbrekkusvæðinu verða 160 íbúðir og í bryggjuhverfinu á Kársnesi verða alls  400 íbúðir þegar það er fullbyggt. Öll uppbygging í Kópavogi er í grónum hverfum og nýbyggingar að langmestu leyti fjölbýli þó enn séu til einbýlishúsalóðir til úthlutunar í Vatnsendahverfi. 

„Það er jákvætt að það sé svo mikil uppbygging í Kópavog og ánægjulegt að markmið nýsamþykktar húsnæðisskýrslu um að auka framboð á litlum íbúðum í nýju húsnæði muni nást á næstu árum. Við viljum að fólk á öllum aldri og fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum geti fundið húsnæði sem hentar í Kópavogi,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Uppbygging í Kópavogi er kynnt á sýningunni Verk og Vit í Laugardalshöll. Þar má sjá hvar verið er að byggja íbúðarhúsnæði í bænum og hvers konar húsnæði er í byggingu.

Markaðsstofa Kópavogs skipuleggur sýningarsvæði Kópavogs sem er samstarf Kópavogsbæjar og byggingaraðila. Sýningin er opin fagaðilinum í dag og á morgun en almenningi um helgina.

Verk og vit

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér