17. júní í Kópavogi frá fyrri tíð (myndir)

Héraðsskjalasafn Kópavogs geymir margar minningar frá liðinni tíð. Kópavogsbúar héldu oft 17. júní hátíðlegan í Hlíðargarði, hér á árum áður. Tilvalið er að skella sér í Hlíðargarð og bera saman útsýnið í dag við þessar myndir:

magnus0022
17. júní um 1960. Skrúðgangan eltir Svaninn niður í Hlíðargarð. Ljósm. Magnús Bæringur Kristinsson/Héraðsskjalasafn Kópavogs.
magnusbaeringur_16
Séð yfir tjörnina í Hlíðargarði á 17. júní um 1960. Ljósm. Magnús Bæringur Kristinsson/Héraðsskjalasafn Kópavogs.
magnus0031
Hulda Jakobsdóttir bæjarstjóri Kópavogs flytur ávarp á 17. júní um 1960. Ljósm. Magnús Bæringur Kristinsson/Héraðsskjalasafn Kópavogs.
magnus018
Séð yfir Hlíðargarð á 17. júní um 1960. Það hefur ansi margt breyst á þessu svæði. Ljósm. Magnús Bæringur Kristinsson/Héraðsskjalasafn Kópavogs.
Audur_Jons_012
Auður Jónsdóttir leikkona í hlutverki fjallkonunnar á 17. júní líklega 1971. Ljósmynd úr safni Auðar Jónsdóttur.
skuliskul2
Mannfjöldi á Rútstúni 17. júní, u.þ.b. 1985. Ljósm. Skúli Skúlason/Héraðsskjalasafn Kópavogs.
skuliskul1
Gengið inn á Rútstún á 17. júní, u.þ.b. 1985. Ljósm. Skúli Skúlason/Héraðsskjalasafn Kópavogs.
othekkturljosm_17jun59
Skrúðganga frá félagsheimilinu niður í Hlíðargarð á 17. júní 1959. Húsin í bakgrunni standa á horni Digranesvegar og Neðstutraðar. Ljósmyndari óþekktur/Héraðsskjalasafn Kópavogs.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn