17. júní í Kópavogi frá fyrri tíð (myndir)

1959: Skrúðganga frá félagsheimilinu niður í Hlíðargarð á 17. júní 1959. Húsin í bakgrunni standa á horni Digranesvegar og Neðstutraðar.

Héraðsskjalasafn Kópavogs geymir margar minningar frá liðinni tíð. Kópavogsbúar héldu oft 17. júní hátíðlegan í Hlíðargarði, hér á árum áður. Tilvalið er að skella sér í Hlíðargarð og bera saman útsýnið í dag við þessar myndir:

magnus0022
17. júní um 1960. Skrúðgangan eltir Svaninn niður í Hlíðargarð. Ljósm. Magnús Bæringur Kristinsson/Héraðsskjalasafn Kópavogs.
magnusbaeringur_16
Séð yfir tjörnina í Hlíðargarði á 17. júní um 1960. Ljósm. Magnús Bæringur Kristinsson/Héraðsskjalasafn Kópavogs.
magnus0031
Hulda Jakobsdóttir bæjarstjóri Kópavogs flytur ávarp á 17. júní um 1960. Ljósm. Magnús Bæringur Kristinsson/Héraðsskjalasafn Kópavogs.
magnus018
Séð yfir Hlíðargarð á 17. júní um 1960. Það hefur ansi margt breyst á þessu svæði. Ljósm. Magnús Bæringur Kristinsson/Héraðsskjalasafn Kópavogs.
Audur_Jons_012
Auður Jónsdóttir leikkona í hlutverki fjallkonunnar á 17. júní líklega 1971. Ljósmynd úr safni Auðar Jónsdóttur.
skuliskul2
Mannfjöldi á Rútstúni 17. júní, u.þ.b. 1985. Ljósm. Skúli Skúlason/Héraðsskjalasafn Kópavogs.
skuliskul1
Gengið inn á Rútstún á 17. júní, u.þ.b. 1985. Ljósm. Skúli Skúlason/Héraðsskjalasafn Kópavogs.
othekkturljosm_17jun59
Skrúðganga frá félagsheimilinu niður í Hlíðargarð á 17. júní 1959. Húsin í bakgrunni standa á horni Digranesvegar og Neðstutraðar. Ljósmyndari óþekktur/Héraðsskjalasafn Kópavogs.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í