17. júní verður fagnað með fimm hverfishátíðum í Kópavogi

Fyrirkomulag hátíðarhalda á 17. júní með hverfishátíðum á mismunandi stöðum í Kópavogi mæltist mjög vel fyrir í fyrra og því var ákveðið að endurtaka leikinn í ár.

Bæjarlistamaður Kópavogs, Herra Hnetusmjör, var á meðal þeirra sem komu fram í fyrra.

Á meðal þeirra sem fram koma eru: Bríet, Selma og Regína Ósk, Lína Langsokkur, Saga Garðarsdóttir, Ræningjarnir úr Kardimommubæ, Leikhópurinn Lotta, Karíus og Baktus, Þorri og Þura, Gugusar, Sirkus, Eva Ruza og Hjálmar. 

Listamennirnir koma allir fram á tveimur mismunandi stöðum; dagskráin er því ólík á milli svæða. Boðið verður upp á hoppukastalar og tívolítæki fyrir krakkana og nóg verður um að vera.

Tekið verður mið af gildandi fjöldatakmörkunum og eru foreldrar og forráðamennbeðnir um að setja börnin í forgang og leyfa þeim að njóta hátíðarhaldanna.

Allir eru hvattir til að viðhalda eins metra fjarlægð í samskiptum eftir því sem aðstæður leyfa.

Bæjarbúar eru hvattir til að halda daginn hátíðlegan í sínu hverfi; skreyta og flagga og ganga síðan eða hjóla á hátíðarsvæðið næst heimili sínu. 

Dagskrá:

Kl. 10-10:30 
17.júní-hlaup á Kópavogsvelli í umsjón Frjálsíþróttadeildar  Breiðabliks.  Ætlað börnum í 1.- 6.bekk.

Kl. 14:00 – 16:00 
Hverfishátíðir á fimm stöðum, við Fífuna, Fagralund, Versali,  Kórinn og Menningarhúsin. 

Alls staðar verður rúmt um gesti þannig að hægt verður að tryggja eins metra fjarlægð.

Sundlaug Kópavogs verður opin milli kl. 10.00 og 18.00

Gerðarsafn verður opið milli kl. 10.00 og 18.00

Bókasafn og Náttúrufræðistofa eru opin milli kl. 11.00 og 17.00

Tókst með eindæmum vel í fyrra

„Það er ríkur vilji hjá bænum að gefa bæjarbúum tækifæri til þess að gleðjast á þjóðhátíðardaginn og halda 17. júní hátíðlegan,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Hátíðarhöldin í fyrra tókust með eindæmum vel en þá breyttum við til vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Við endurtökum því leikinn og bjóðum upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá þar sem áherslan er á að gleðja börn og ungmenni.“

Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, tekur undir þetta og bætir því við að hátíðarhöldin verði dreifð um svæði sem geta tekið á móti bæjarbúum innan gildandi fjöldatakmarkana. „Við höfum lagt kapp á að halda í gleðina og vonum að íbúar taki hverfishátíðunum vel líkt og í fyrra. Við leggjum áherslu á að fólk komi gangandi eða hjólandi á hverfishátíðirnar, njóti í sínu hverfi og leyfi börnunum fyrst og fremst að ganga fyrir.  Svo er bara um að gera að draga fánann að húni og gleðjast í garðinum heima.”

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór