• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Á döfinni

17. júní verður fagnað með fimm hverfishátíðum í Kópavogi

17. júní verður fagnað með fimm hverfishátíðum í Kópavogi
ritstjorn
16/06/2021

Fyrirkomulag hátíðarhalda á 17. júní með hverfishátíðum á mismunandi stöðum í Kópavogi mæltist mjög vel fyrir í fyrra og því var ákveðið að endurtaka leikinn í ár.

Bæjarlistamaður Kópavogs, Herra Hnetusmjör, var á meðal þeirra sem komu fram í fyrra.

Á meðal þeirra sem fram koma eru: Bríet, Selma og Regína Ósk, Lína Langsokkur, Saga Garðarsdóttir, Ræningjarnir úr Kardimommubæ, Leikhópurinn Lotta, Karíus og Baktus, Þorri og Þura, Gugusar, Sirkus, Eva Ruza og Hjálmar. 

Listamennirnir koma allir fram á tveimur mismunandi stöðum; dagskráin er því ólík á milli svæða. Boðið verður upp á hoppukastalar og tívolítæki fyrir krakkana og nóg verður um að vera.

Tekið verður mið af gildandi fjöldatakmörkunum og eru foreldrar og forráðamennbeðnir um að setja börnin í forgang og leyfa þeim að njóta hátíðarhaldanna.

Allir eru hvattir til að viðhalda eins metra fjarlægð í samskiptum eftir því sem aðstæður leyfa.

Bæjarbúar eru hvattir til að halda daginn hátíðlegan í sínu hverfi; skreyta og flagga og ganga síðan eða hjóla á hátíðarsvæðið næst heimili sínu. 

Dagskrá:

Kl. 10-10:30 
17.júní-hlaup á Kópavogsvelli í umsjón Frjálsíþróttadeildar  Breiðabliks.  Ætlað börnum í 1.- 6.bekk.

Kl. 14:00 – 16:00 
Hverfishátíðir á fimm stöðum, við Fífuna, Fagralund, Versali,  Kórinn og Menningarhúsin. 

Alls staðar verður rúmt um gesti þannig að hægt verður að tryggja eins metra fjarlægð.

Sundlaug Kópavogs verður opin milli kl. 10.00 og 18.00

Gerðarsafn verður opið milli kl. 10.00 og 18.00

Bókasafn og Náttúrufræðistofa eru opin milli kl. 11.00 og 17.00

Tókst með eindæmum vel í fyrra

„Það er ríkur vilji hjá bænum að gefa bæjarbúum tækifæri til þess að gleðjast á þjóðhátíðardaginn og halda 17. júní hátíðlegan,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Hátíðarhöldin í fyrra tókust með eindæmum vel en þá breyttum við til vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Við endurtökum því leikinn og bjóðum upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá þar sem áherslan er á að gleðja börn og ungmenni.“

Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, tekur undir þetta og bætir því við að hátíðarhöldin verði dreifð um svæði sem geta tekið á móti bæjarbúum innan gildandi fjöldatakmarkana. „Við höfum lagt kapp á að halda í gleðina og vonum að íbúar taki hverfishátíðunum vel líkt og í fyrra. Við leggjum áherslu á að fólk komi gangandi eða hjólandi á hverfishátíðirnar, njóti í sínu hverfi og leyfi börnunum fyrst og fremst að ganga fyrir.  Svo er bara um að gera að draga fánann að húni og gleðjast í garðinum heima.”

Efnisorð17. júnífeatured
Á döfinni
16/06/2021
ritstjorn

Efnisorð17. júnífeatured

Meira

  • Lesa meira
    Þjóðhátíðarfögnuður Menningarhúsanna í Kópavogi

    Draumkennd tónlist, draumafangarasmiðja og ævintýraþrautin draumaslóð er á meðal þess sem boðið verður upp á 17. júní...

    ritstjorn 16/06/2021
  • Lesa meira
    Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla.

    Í sumar verður í fyrsta sinn boðið upp á Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla. Um er að ræða tilraunaverkefni...

    ritstjorn 14/05/2021
  • Lesa meira
    Hangs í Hamraborg með Kamillu Einarsdóttur

    Í tilefni síðustu sýningarhelgar Skýjaborgar á Gerðarsafni býður rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir í hangs í Hamraborginni.  Meðal viðkomustaða...

    ritstjorn 13/05/2021
  • Lesa meira
    Listasprengja í Kópavogi 2021

    Árið 2020 hefur svo sannarlega verið áskorun fyrir öll þau sem koma að skipulagi menningar- og listviðburða....

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Lesið fyrir hunda

    Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, hefur síðustu árin boðið börnum að lesa fyrir hunda...

    ritstjorn 25/08/2020
  • Lesa meira
    Félag kvenna í Kópavogi með opinn fund

    Föstudaginn 21.febrúar kl. 21:15 eru allar konur velkomnar á opinn félagsfund hjá Félagi kvenna í Kópavogi (FKK)....

    ritstjorn 20/02/2020
  • Lesa meira
    Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ

    Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn...

    ritstjorn 19/11/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi Egill sækist eftir 2.-.3- sæti í prókjöri Sjálfstæðisflokksins
    Aðsent10/03/2022
  • Gerum gott samfélag enn betra
    Aðsent10/03/2022
  • Kæri bæjarbúi
    Aðsent10/03/2022
  • Útibú Landsbankans í Hamraborg 30 ára
    Fréttir10/03/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.