17 mörk í fótboltaleik í fjórðu deildinni. Stórsigur Ýmis, 14:3.

Það gerist ekki oft að 17 mörk eru skoruð í sama fótboltaleiknum, en það gerðist þó í 4. deildinni á dögunum þegar lið Ýmis rótburstaði lið Ísbjarnarins 14:3.

Samúel Arnar Kjartansson raðaði inn mörkunum fyrir Ými og skoraði fimm stykki ásamt Hreini Bergs í stórsigri Ýmis í fjórðu deildinni gegn Ísbirninum, 14:3.
Samúel Arnar Kjartansson raðaði inn mörkunum fyrir Ými og skoraði fimm stykki ásamt Hreini Bergs í stórsigri Ýmis í fjórðu deildinni gegn Ísbirninum, 14:3.

Þeir Samúel Arnar Kjartansson og Hreinn Bergs skoruðu sín fimm mörkin hvor. Þetta er stærsti sigur Ýmis á Íslandsmóti frá upphafi en staðan var orðin 8:0 eftir 40 mínútna leik og 10:1 í hálfleik. Á tímabili, skömmu fyrir leikslok, var staðan 14:2, sem er mjög þekkt tala úr íslenskri knattspyrnusögu. Ísbjörninn náði að skora síðasta mark leiksins og forðast að tapa nákvæmlega eins og Íslendingar fyrir Dönum árið 1967.

Hreinn skoraði sín fimm mörk á fyrstu 40 mínútum leiksins. Samúel var kominn með fjögur mörk í hálfleik og skoraði svo það fimmta skömmu fyrir leikslok. Hallur K. Ásgeirsson gerði tvö mörk og fyrirliðinn Andri Valgeirsson eitt, og þá var eitt sjálfsmark.

HK-ingarnir í Ými réttu með þessu stöðu sína í C-riðlinum eftir þrjú töp í röð og eru nú með 16 stig í fjórða sætinu. Þeir eiga hinsvegar ekki lengur möguleika á að ná þriðja sætinu og komast í úrslitakeppnina.

Lið Ýmis:

Erlingur Ingason
Vincent Robert Ribo
Bjarki Eldjárn (Björn Þórsson 67.)
Þórður Hans Baldursson
Sverrir Brimar Birkisson
Andri Valgeirsson fyrirliði
Hilmar Ragnarsson (Guðjón Þór Ólafsson 61.)
Úlfar Freyr Jóhannsson
Hallur K. Ásgeirsson
Hreinn Bergs (Hörður Jens Guðmundsson 61.)
Samúel Arnar Kjartansson

www.hk.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn