1819 opnar Torgið

Kynning í samstarfi við Markaðsstofu Kópavogs

Upplýsingaveitan 1819 hefur verið starfrækt í Kópavogi síðan 2014. Þjónustan heldur úti heimasíðu sem líkja má við rafræna símaskrá, en í raun er heimasíðan leitarvél þar sem hægt er að finna ýmsar upplýsingar m.a. um vörur og þjónustu. Fyrirtækið rekur einnig upplýsinganúmerið 1819 sem hefur það að markmiði að veita hágæða þjónustu við upplýsingagjöf. Einnig býður 1819 upp á símsvörun fyrirtækja.

Á síðastliðnum tveimur árum hefur 1819 hannað sameiginlegan net-viðskiptavettvang sem kallast 1819-Torgið. Markmið torgsins er að auðvelda netviðskipti og auka sýnileika fyrirtækja af öllum stærðargráðum með því að veita þeim gott aðgengi að stórum hóp kaupenda. Með áskrift að 1819-Torginu fá fyrirtæki aðgang að þróaðri netverslun með þægilegt notendaviðmót og geta þannig átt viðskipti án þess að greiða þóknanir af seldum vörum. Þessi vettvangur verður í formi smáforrits þar sem fyrirtæki geta einnig komið vörum sínum á framfæri við önnur fyrirtæki.

Þegar verslunarmiðstöðvar voru kynntar til leiks á Íslandi fyrir rúmum 30 árum fengu kaupmenn og verslunareigendur tækifæri til að flytja verslun sína inn í hús sem tryggði góðan aðbúnað, vel hannaða innviði og síðast en ekki síst flæði fólks í gegnum húsið. Nú, 30 árum síðar, standa verslunareigendur í svipuðum sporum með netverslun, þ.e. að svara því kalli að gera vörur sýnilegar með auknum markaðskostnaði. Torgið er svarið – Verslunarmiðstöð á netinu.

Netmarkaðsmál og auglýsingar hafa verið og munu vera erfiður ákvarðanatökuþáttur í rekstri flestra fyrirtækja. Lítil og millistór fyrirtæki keppa við stórfyrirtæki sem í krafti fjármagns geta skyggt á markaðsherferðir minni fyrirtækja. Hvenær og hvort auglýsingar skili raunverulegum árangri hefur verið erfitt að mæla og rekstraraðilar þurfa vegna þessa oft að taka áhættu með það fé sem lagt er til markaðsmála.

Til þess að ná sterkri stöðu á því gríðarstóra markaðssvæði sem netið er þá er skynsamlegt að vera þátttakandi í samfélagi á netinu sem gefur öllum fyrirtækjum jafnan aðgang til vörukynninga og sýnileika og gerir minni aðilum kleift að keppa  á jafningjagrundvelli. 1819-Torgið ætti því að hljóma sem fýsilegur kostur í eyrum rekstaraðila. Þeir sem vilja kynna sér betur hvað 1819-Torgið hefur að bjóða er bent á vefsvæði 1819torgid.is, 1819.is eða að senda tölvupóst á netfangið torgid@1819.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar