2000 þýskir ferðamenn koma í Kópavog í sumar

Ashildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
Ashildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.

Markaðsstofa Kópavogs hefur haft forgöngu um að 2000 þýskir ferðamenn heimsækja Kópavog nú í sumar til að gróðursetja tré í Guðmundarlundi og njóta verslunar og afþreyingar í Smáralind. Um samstarfsverkefni er að ræða milli Hópbíla Teits Jónassonar, Smáralindar, Skógræktar Kópavogs, Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs.

Á hverjum fimmtudegi í allt sumar munu á bilinu 80-150 þýskir ferðamenn eyða hluta úr deginum í Guðmundarlundi, sem Skógræktarfélag Kópavogs á og rekur, og fræðast um skógrækt á Íslandi. Ferðamennirnir ætla að gróðursetja tvö tré hver á lítilli spildu sem þeim hefur verið úthlutað til uppgræðslu á Vatnsendaheiði, rétt norðan Guðmundarlundar og verða rúmlega fjögur þúsund tré gróðursett í sumar í tengslum við verkefnið. Vonir standa til þess að áframhaldandi samstarf aðila um ferðamenn í Kópavog næstu sumur geti skilað sér í myndarlegri uppgræðsla á svæðinu.

Að lokinni gróðursetningu verður farið með ferðamennina í stærstu verslunarmiðstöð landsins, Smáralind, þar sem þeim gefst færi á að versla og njóta afþreyingar og góðra veitinga.

Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs

markadsstofa@kopavogur.is
s. 570 1578 / 782 1202

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn