280 garðlöndum úthlutað í ár.

uppskera7

 

Kópavogsbær hefur um langt árabil leigt út matjurtagarða, sk. garðlönd, og er sú starfsemi á vegum garðyrkjustjóra. Hvert garðland er 25 m2 að stærð og leigugjald er 4.200 kr. sumarið 2013. Hver leigjandi getur verið með tvo skika, þ.e. 50 m2, en skilyrði fyrir úthlutun er að eiga lögheimili í Kópavogi.

Garðlönd eru í boði á eftirfarandi stöðum:

  • Við Fossvogsbrún í Blesugróf, sunnan við Gróðrarstöðina Mörk
  • Neðan Kjarrhólma í austanverðum Fossvogsdal, í trjásafninu
  • Neðan Víðigrundar í vestanverðum Fossvogsdal, við skólagarða
  • Við Kópavogstún, neðan Sunnuhlíðar
  • Við Núpalind, ofan við leikskólann Núp
  • Við Arnarnesveg, á mótum Sala- og Kórahverfis.


Gert ráð fyrir að hægt verði að úthluta allt að 280 garðlöndum í ár.

Garðlöndin verða afhent plægð og merkt um miðjan maí, ef veður leyfir, og eins og áður verður á staðnum komið fyrir skiltum sem sýna legu garða og lista yfir leigjendur. Á öllum stöðunum er aðgangur að vatni. Jafnframt verða verkfæri, s.s. skóflur, gafflar, hrífur, vatnskönnur og hjólbörur, á staðnum fyrstu vikurnar, þó ekki sé hægt að tryggja að alltaf verði nóg fyrir alla.

Hægt er að sækja um garðland í íbúagátt.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar