280 garðlöndum úthlutað í ár.

uppskera7

 

Kópavogsbær hefur um langt árabil leigt út matjurtagarða, sk. garðlönd, og er sú starfsemi á vegum garðyrkjustjóra. Hvert garðland er 25 m2 að stærð og leigugjald er 4.200 kr. sumarið 2013. Hver leigjandi getur verið með tvo skika, þ.e. 50 m2, en skilyrði fyrir úthlutun er að eiga lögheimili í Kópavogi.

Garðlönd eru í boði á eftirfarandi stöðum:

  • Við Fossvogsbrún í Blesugróf, sunnan við Gróðrarstöðina Mörk
  • Neðan Kjarrhólma í austanverðum Fossvogsdal, í trjásafninu
  • Neðan Víðigrundar í vestanverðum Fossvogsdal, við skólagarða
  • Við Kópavogstún, neðan Sunnuhlíðar
  • Við Núpalind, ofan við leikskólann Núp
  • Við Arnarnesveg, á mótum Sala- og Kórahverfis.


Gert ráð fyrir að hægt verði að úthluta allt að 280 garðlöndum í ár.

Garðlöndin verða afhent plægð og merkt um miðjan maí, ef veður leyfir, og eins og áður verður á staðnum komið fyrir skiltum sem sýna legu garða og lista yfir leigjendur. Á öllum stöðunum er aðgangur að vatni. Jafnframt verða verkfæri, s.s. skóflur, gafflar, hrífur, vatnskönnur og hjólbörur, á staðnum fyrstu vikurnar, þó ekki sé hægt að tryggja að alltaf verði nóg fyrir alla.

Hægt er að sækja um garðland í íbúagátt.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

sigurjon
Skólahreysti
jongunn
2013-07-24-1141
Jafnréttisvidurkenning2018_1
Ingibjorg Auður Guðmundsdóttir
Omar-Stefansson
screen-shot-2016-09-16-at-11-54-54
margretfridriksxd