Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga hófst klukkan 9 í morgun. Kjörstaðir í Kópavogi eru tveir, í Smáranum og í Kórnum.
Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylkingar, var mættur snemma á kjörstað í Smáranum til að greiða atkvæði sitt.
Klukkan 10 höfðu 291 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað. Kjörsókn var þá 1,2%.
Klukkan 11 höfðu 980 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað. Kjörsókn var þá 4,2%.