Laugardaginn 12. desember kl. 15 verður opnuð samsýning Anarkíuhópsins í Anarkíu listasal í Kópavogi.
Anarkía listasalur var fyrst opnaður sumarið 2013 og hefur því verið starfræktur í tvö og hálft ár. Á þessum 30 mánuðum hafa verið haldnar yfir 50 listsýningar í Anarkíu. Að sýningarsalnum stendur hópur listamanna sem kjósa að skapa sér sjálfir tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri á eigin forsendum, leggja áherslu á milliliðalaust erindi listamannsins við listnjótendur og frelsi hans til að rækta sérkenni sín og finna hugsun sinni og kenndum farveg í lífi og list – svo vitnað sé í stefnuyfirlýsingu hópsins.
Anarkíuhópurinn telur nú 16 listamenn sem allir hafa haldið einkasýningar í sýningarsalnum, flestir oftar en einu sinni. Á sýningunni er litið yfir farinn veg og dregin fram valin verk Anarkíufélaga sem flest hafa áður komið fyrir almenningssjónir á einkasýningum þeirra í listasalnum.
Sýningin stendur til 10. janúar 2016.
Anarkíuhópinn skipa:
Aðalsteinn Eyþórsson
Anna Hansson
Ásta R. Ólafsdóttir
Bjarni Sigurbjörnsson
Elísabet Hákonardóttir
Finnbogi Helgason
Guðlaug Friðriksdóttir
Guðmunda Kristinsdóttir
Guðmundur Birkir Pálmason
Hanna Pálsdóttir
Helga Ástvaldsdóttir
Hrönn Björnsdóttir
Jóhanna V. Þórhallsdóttir
Kristín Tryggvadóttir
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Þorgeir Helgason
Anarkía listasalur er til húsa í Hamraborg 3 í Kópavogi – aðkoma að norðanverðu, frá Skeljabrekku/Hamrabrekku. Opnunartími: þriðjudaga til sunnudaga kl. 15–18.