Menntaskólinn í Kópavogi er 40 ára í dag. Nemendur mættu í skólann í morgun í sparifötunum og fengu sér köku i tilefni dagsins. Myndirnar eru fengnar af síðu skólans: www.mk.is
Nú stendur yfir hátíðardagskrá í sal skólans en annað kvöld verður heilmikið húllumhæ á SPOT skemmtistaðnum við Bæjarlind þar sem fyrrum formenn nemendafélags MK halda skemmtikvöld árganganna.
Hin síunga pönkarasveit, Fræbbblarnir, munu stíga á stokk og trylla lýðinn. Dagskráin verður hin glæsilegasta eins og sjá má:
Kl. 20:30 Formleg dagskrá hefst. Margrét Friðriksdóttir skólameistari býður gesti velkomna. Vilmar Pétursson (1980) og Sólrún Sigvaldadóttir (2008) verða kynnar á kvöldinu.
- Heimsklassatenórinn Gissur Páll Gissurarson (1997) tekur nokkur lög við
undirleik Árna Harðarsonar (1976) - MK barsvar- keppni milli árganga
- Bogomill Font (1981) spilar og leikur eins og honum er einum lagið
- Óvænt atriði
- Fræbbblarnir (1979) trylla mannskapinn
- Diskótek með öllum bestu lögunum frá 1973-2013 til kl. 24:00
- Hljómsveitin Rokkabillíbandið með gestasöngvurunum Friðriki Ómari og Matta Matt heldur uppi fjörinu langt fram eftir nóttu.
Nánari upplýsingar má nálgast hér:
https://www.facebook.com/events/121876424649415/