40 ára afmæli MK (myndir):

Menntaskólinn í Kópavogi er 40 ára í dag. Nemendur mættu í skólann í morgun í sparifötunum og fengu sér köku i tilefni dagsins. Myndirnar eru fengnar af síðu skólans: www.mk.is

IMG_3957 IMG_3952 Afmlisdagur MK 40 ra 091 Afmlisdagur MK 40 ra 088 Afmlisdagur MK 40 ra 074 Afmlisdagur MK 40 ra 067 Afmlisdagur MK 40 ra 059 Afmlisdagur MK 40 ra 047

Nú stendur yfir hátíðardagskrá í sal skólans en annað kvöld verður heilmikið húllumhæ á SPOT skemmtistaðnum við Bæjarlind þar sem fyrrum formenn nemendafélags MK halda skemmtikvöld árganganna.

Hin síunga pönkarasveit, Fræbbblarnir, munu stíga á stokk og trylla lýðinn. Dagskráin verður hin glæsilegasta eins og sjá má:

Kl. 20:30     Formleg dagskrá hefst. Margrét Friðriksdóttir skólameistari býður gesti velkomna. Vilmar Pétursson (1980)  og Sólrún Sigvaldadóttir (2008) verða kynnar á kvöldinu.

  • Heimsklassatenórinn Gissur Páll Gissurarson (1997) tekur nokkur lög við
    undirleik Árna Harðarsonar (1976)
  • MK barsvar- keppni milli árganga
  • Bogomill Font (1981) spilar og leikur eins og honum er einum lagið
  • Óvænt atriði
  • Fræbbblarnir (1979) trylla mannskapinn
  • Diskótek með öllum bestu lögunum frá 1973-2013 til kl. 24:00
  • Hljómsveitin Rokkabillíbandið með gestasöngvurunum Friðriki Ómari og Matta Matt heldur uppi fjörinu langt fram eftir nóttu.

Nánari upplýsingar má nálgast hér:
https://www.facebook.com/events/121876424649415/

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér