40 ára afmæli MK (myndir):

Menntaskólinn í Kópavogi er 40 ára í dag. Nemendur mættu í skólann í morgun í sparifötunum og fengu sér köku i tilefni dagsins. Myndirnar eru fengnar af síðu skólans: www.mk.is

IMG_3957 IMG_3952 Afmlisdagur MK 40 ra 091 Afmlisdagur MK 40 ra 088 Afmlisdagur MK 40 ra 074 Afmlisdagur MK 40 ra 067 Afmlisdagur MK 40 ra 059 Afmlisdagur MK 40 ra 047

Nú stendur yfir hátíðardagskrá í sal skólans en annað kvöld verður heilmikið húllumhæ á SPOT skemmtistaðnum við Bæjarlind þar sem fyrrum formenn nemendafélags MK halda skemmtikvöld árganganna.

Hin síunga pönkarasveit, Fræbbblarnir, munu stíga á stokk og trylla lýðinn. Dagskráin verður hin glæsilegasta eins og sjá má:

Kl. 20:30     Formleg dagskrá hefst. Margrét Friðriksdóttir skólameistari býður gesti velkomna. Vilmar Pétursson (1980)  og Sólrún Sigvaldadóttir (2008) verða kynnar á kvöldinu.

  • Heimsklassatenórinn Gissur Páll Gissurarson (1997) tekur nokkur lög við
    undirleik Árna Harðarsonar (1976)
  • MK barsvar- keppni milli árganga
  • Bogomill Font (1981) spilar og leikur eins og honum er einum lagið
  • Óvænt atriði
  • Fræbbblarnir (1979) trylla mannskapinn
  • Diskótek með öllum bestu lögunum frá 1973-2013 til kl. 24:00
  • Hljómsveitin Rokkabillíbandið með gestasöngvurunum Friðriki Ómari og Matta Matt heldur uppi fjörinu langt fram eftir nóttu.

Nánari upplýsingar má nálgast hér:
https://www.facebook.com/events/121876424649415/

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn