40 sóttu um starf listræns stjórnanda Gerðarsafns

Gerðarsafn

Þessa dagana er verið að fara yfir fjörutíu umsóknir sem hafa borist um starf listræns stjórnanda Gerðarsafns. Ráðið verður í starfið til fimm ára í senn. Guðbjörg Kristjánsdóttir lét nýlega af störfum sem forstöðumaður safnsins sem hún gegndi síðustu tuttugu ár. Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar, vonast til að hægt verði að kalla umsækjendur í viðtal í næstu viku og kynna nýjan listrænan stjórnanda Gerðarsafns til sögunnar undir lok þessa mánaðar. Verið sé að vinna að stefnumótun fyrir menningarmálin í heild í Kópavogi og þar undir sé einnig Gerðarsafn. Eitt af hlutverkum nýs listræns stjórnanda verði að móta listræna stefnu safnsins til næstu ára. Markmiðið er að auka aðsókn að safninu til muna.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að