40 þúsund króna frístundakort í Kópavog

Sigurjón Jónsson skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Sigurjón Jónsson skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Sigurjón Jónsson skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Kópavogsbær hefur lagt mikið upp úr íþrótta-, lýðheilsu- og æskulýðsmálum í gegnum tíðina og reynt að stuðla að aukinni þátttöku barna og unglinga í skipulögðu tómstundastarfi.

Kópavogsbær hefur styrkt ungt fólk til íþrótta- og tómstundaiðkunar með tómstundastyrk að upphæð 27.000 kr. á ári. Sú upphæð hefur verið tvískipt, eða 13.500 kr. á íþrótt eða tómstundatilboð og hefur nýst börnum og unglingum vel. Þetta framlag hefur stuðlað að aukinni íþróttaþátttöku í bæjarfélaginu og þar af leiðandi spilað mikilvægt hlutverk í lýðheilsu og forvörnum í bænum.

Nú, í ljósi þess að vel hefur verið haldið á spilunum hjá núverandi meirahluta bæjarins og bættri fjárhagsstöðu, hefur skapast svigrúm til að gera enn betur.

Framsóknarflokkurinn hefur sett það sem forgangsmál að hækka þennan tómstundastyrk í 40.000.kr, afnema tvískiptingu styrksins, fjölga styrkhæfum frístundum og setja þetta í einfaldan búning með rafrænu frístundakorti. Það er svo foreldranna að ráðstafa inneigninni í gegnum rafræna íbúagátt.

Sú nýjung sem við boðum með tilkomu frístundakortsins er að sundkort, tónlistarnám og fleiri skipulögð tómstundatilboð en áður verða nú stykhæf. Það er gert svo að öll börn og unglingar finni eitthvað við sitt hæfi og fái tækifæri til að rækta sína hæfileika.

Áhrif þessara breytinga munu fela í sér aukna þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, létta róðurinn hjá barnafjölskyldum, gefa iðkendum meira val og styrkja starf íþróttafélaganna í bænum.

Íþrótta- og tómstundaiðkun eldri borgara er ekki síður mikilvæg og þjónar sama hlutverki fyrir eldri kynslóðina.

Félagsstarf eldri borgara í Kópavogi er fjölbreytt og kraftmikið. Starfið sem unnið er af Glóðinni, Gjábakka, Boðaþingi og í Gullsmáranum er Kópavogsbæ til fyrirmyndar. Sú starfsemi mun eflast enn frekar með tilkomu frístundakorts fyrir eldri borgara, sem við Framsóknarmenn leggjum mikla áherslu á. Upphæð kortsins verði 20.000 kr. á ári, sem hver eldri borgari getur nýtt sér til hverrar þeirrar frístundaiðkunar sem Kópavogsbær hefur samþykkt styrkhæfa, eins og t.d. árskort í sund, dansnámskeið eða Ringó hjá Glóðinni.

Börn og unglingar fá styrk frá bæjarfélaginu til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Fólk á vinnumarkaði fær samskonar styrk í gegnum sín stéttarfélög en eldri borgarar hafa því miður verið utangarðs í þessum efnum. Það er því réttlætismál fyrir Kópavog að koma til móts við eldri borgara með frístundakorti og auka þannig þátttöku þeirra í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

-Sigurjón Jónsson skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar