40 þúsund króna frístundakort í Kópavog

Sigurjón Jónsson skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Sigurjón Jónsson skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Kópavogsbær hefur lagt mikið upp úr íþrótta-, lýðheilsu- og æskulýðsmálum í gegnum tíðina og reynt að stuðla að aukinni þátttöku barna og unglinga í skipulögðu tómstundastarfi.

Kópavogsbær hefur styrkt ungt fólk til íþrótta- og tómstundaiðkunar með tómstundastyrk að upphæð 27.000 kr. á ári. Sú upphæð hefur verið tvískipt, eða 13.500 kr. á íþrótt eða tómstundatilboð og hefur nýst börnum og unglingum vel. Þetta framlag hefur stuðlað að aukinni íþróttaþátttöku í bæjarfélaginu og þar af leiðandi spilað mikilvægt hlutverk í lýðheilsu og forvörnum í bænum.

Nú, í ljósi þess að vel hefur verið haldið á spilunum hjá núverandi meirahluta bæjarins og bættri fjárhagsstöðu, hefur skapast svigrúm til að gera enn betur.

Framsóknarflokkurinn hefur sett það sem forgangsmál að hækka þennan tómstundastyrk í 40.000.kr, afnema tvískiptingu styrksins, fjölga styrkhæfum frístundum og setja þetta í einfaldan búning með rafrænu frístundakorti. Það er svo foreldranna að ráðstafa inneigninni í gegnum rafræna íbúagátt.

Sú nýjung sem við boðum með tilkomu frístundakortsins er að sundkort, tónlistarnám og fleiri skipulögð tómstundatilboð en áður verða nú stykhæf. Það er gert svo að öll börn og unglingar finni eitthvað við sitt hæfi og fái tækifæri til að rækta sína hæfileika.

Áhrif þessara breytinga munu fela í sér aukna þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, létta róðurinn hjá barnafjölskyldum, gefa iðkendum meira val og styrkja starf íþróttafélaganna í bænum.

Íþrótta- og tómstundaiðkun eldri borgara er ekki síður mikilvæg og þjónar sama hlutverki fyrir eldri kynslóðina.

Félagsstarf eldri borgara í Kópavogi er fjölbreytt og kraftmikið. Starfið sem unnið er af Glóðinni, Gjábakka, Boðaþingi og í Gullsmáranum er Kópavogsbæ til fyrirmyndar. Sú starfsemi mun eflast enn frekar með tilkomu frístundakorts fyrir eldri borgara, sem við Framsóknarmenn leggjum mikla áherslu á. Upphæð kortsins verði 20.000 kr. á ári, sem hver eldri borgari getur nýtt sér til hverrar þeirrar frístundaiðkunar sem Kópavogsbær hefur samþykkt styrkhæfa, eins og t.d. árskort í sund, dansnámskeið eða Ringó hjá Glóðinni.

Börn og unglingar fá styrk frá bæjarfélaginu til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Fólk á vinnumarkaði fær samskonar styrk í gegnum sín stéttarfélög en eldri borgarar hafa því miður verið utangarðs í þessum efnum. Það er því réttlætismál fyrir Kópavog að koma til móts við eldri borgara með frístundakorti og auka þannig þátttöku þeirra í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

-Sigurjón Jónsson skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn