Allt að 40 þúsund krónur í sekt

Það getur verið dýrt spaug að leggja ólöglega, til dæmis upp á stétt við sundlaug Kópavogs þar sem oft er þröngt á þingi.

Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar hefur tekið til starfa.

Frá og með 29. nóvember 2018 munu stöðuverðir á vegum Þjónustumiðstöðvar Kópavogs sjá um eftirlit og leggja stöðubrotsgjöld á bíla sem lagt er ólöglega eða í stæði hreyfihamlaðra.

Verkefni Bílastæðasjóðs er að sjá til þess að allir íbúar Kópavogs komist örugglega ferðar sinnar innan Kópavogs, hvernig ferðamáta sem þeir kjósa sér, án þess að verða fyrir truflun frá ökutækjum sem er ekki lagt í samræmi við umferðalög.

Gjöld fyrir stöðubrot eru 10.000 krónur en 20.000 krónur ef lagt er í stæði hreyfihamlaðra. Gjöldin hækka eftir 14 daga og 28 daga. Gjöld fyrir að leggja ólöglega hækka í 15.000 kr. og svo 20.000 kr. en gjöld fyrir að leggja í stæði hreyfihamlaðra í 30.000 kr. og svo 40.000 kr.

Bílastæðasjóður er eign Kópavogsbæjar og er rekinn af bílastæðanefnd. Umhverfis- og samgöngunefnd fer með hlutverk bílastæðanefndar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér