Allt að 40 þúsund krónur í sekt

Það getur verið dýrt spaug að leggja ólöglega, til dæmis upp á stétt við sundlaug Kópavogs þar sem oft er þröngt á þingi.
Það getur verið dýrt spaug að leggja ólöglega, til dæmis upp á stétt við sundlaug Kópavogs þar sem oft er þröngt á þingi.

Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar hefur tekið til starfa.

Frá og með 29. nóvember 2018 munu stöðuverðir á vegum Þjónustumiðstöðvar Kópavogs sjá um eftirlit og leggja stöðubrotsgjöld á bíla sem lagt er ólöglega eða í stæði hreyfihamlaðra.

Verkefni Bílastæðasjóðs er að sjá til þess að allir íbúar Kópavogs komist örugglega ferðar sinnar innan Kópavogs, hvernig ferðamáta sem þeir kjósa sér, án þess að verða fyrir truflun frá ökutækjum sem er ekki lagt í samræmi við umferðalög.

Gjöld fyrir stöðubrot eru 10.000 krónur en 20.000 krónur ef lagt er í stæði hreyfihamlaðra. Gjöldin hækka eftir 14 daga og 28 daga. Gjöld fyrir að leggja ólöglega hækka í 15.000 kr. og svo 20.000 kr. en gjöld fyrir að leggja í stæði hreyfihamlaðra í 30.000 kr. og svo 40.000 kr.

Bílastæðasjóður er eign Kópavogsbæjar og er rekinn af bílastæðanefnd. Umhverfis- og samgöngunefnd fer með hlutverk bílastæðanefndar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem