Allt að 40 þúsund krónur í sekt

Það getur verið dýrt spaug að leggja ólöglega, til dæmis upp á stétt við sundlaug Kópavogs þar sem oft er þröngt á þingi.
Það getur verið dýrt spaug að leggja ólöglega, til dæmis upp á stétt við sundlaug Kópavogs þar sem oft er þröngt á þingi.

Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar hefur tekið til starfa.

Frá og með 29. nóvember 2018 munu stöðuverðir á vegum Þjónustumiðstöðvar Kópavogs sjá um eftirlit og leggja stöðubrotsgjöld á bíla sem lagt er ólöglega eða í stæði hreyfihamlaðra.

Verkefni Bílastæðasjóðs er að sjá til þess að allir íbúar Kópavogs komist örugglega ferðar sinnar innan Kópavogs, hvernig ferðamáta sem þeir kjósa sér, án þess að verða fyrir truflun frá ökutækjum sem er ekki lagt í samræmi við umferðalög.

Gjöld fyrir stöðubrot eru 10.000 krónur en 20.000 krónur ef lagt er í stæði hreyfihamlaðra. Gjöldin hækka eftir 14 daga og 28 daga. Gjöld fyrir að leggja ólöglega hækka í 15.000 kr. og svo 20.000 kr. en gjöld fyrir að leggja í stæði hreyfihamlaðra í 30.000 kr. og svo 40.000 kr.

Bílastæðasjóður er eign Kópavogsbæjar og er rekinn af bílastæðanefnd. Umhverfis- og samgöngunefnd fer með hlutverk bílastæðanefndar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Geir Þorsteinsson
Kveko_Perlurogpilsaþytur_2014_3
1
1236824_10151779338627900_626471364_n
Bóas Kristjánsson
karen 2014 3
!cid_B89602FD-B8F8-4569-817D-8146B96265CE@hir
Snyrtistofa Jónu
Kópavogur skjaldamerki