400 sjálfboðaliða vantar

teamgymEkki spyrja hvað Gerpla getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir Gerplu. Í næsta mánuði, 15. – 18. október, verður „stærsti fimleikaviðburður sögunnar“ að því er segir í tilkynningu á vefsíðu Gerplu en þá munu 42 lið frá 14 löndum koma saman í Laugardalnum og keppa um eftirsótta Evrópumeistaratitla.

Mótið er stærsti innanhúss íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi og þurfum við þína aðstoð við undirbúning og framkvæmd mótsins. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar byggist að stórum hluta á vinnu sjálfboðaliða og viljum við leita til þín eftir aðstoð við þau fjölmörgu verkefni sem þarf að leysa við framkvæmd stórmóta. Ef þú átt tíma aflögu, ert jákvæður og langar að vinna með skemmtilegum hópi þá erum við að leita að þér.

Til að viðburður eins og Evrópumót gangi snurðulaus fyrir sig þarf mikinn fjölda fólks í fjölbreytt verkefni. Skipulagsnefnd leikanna áætlar að rúmlega 400 sjálfboðaliða þurfi til að manna öll þau verkefni sem tengjast leikunum. Sjálfboðaliðar þurfa að vera yfir 16 ára nema þeir séu undir beinni leiðsögn eldri hópstjóra Störf geta verið meðal annars uppsetning stúku; aðstoð við mótshald, aðstoð við lokahóf, miðasala, kústurinn, setja í gjafapoka, aðstoðamaður liðanna og aðstoð við skipulag.

Staðfesta þarf þátttöku fyrir 15. september á síðu verkefnisins: www.teamgym2014.is/for-volunteers.

Nánar á www.gerpla.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að