400 sjálfboðaliða vantar

teamgymEkki spyrja hvað Gerpla getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir Gerplu. Í næsta mánuði, 15. – 18. október, verður „stærsti fimleikaviðburður sögunnar“ að því er segir í tilkynningu á vefsíðu Gerplu en þá munu 42 lið frá 14 löndum koma saman í Laugardalnum og keppa um eftirsótta Evrópumeistaratitla.

Mótið er stærsti innanhúss íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi og þurfum við þína aðstoð við undirbúning og framkvæmd mótsins. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar byggist að stórum hluta á vinnu sjálfboðaliða og viljum við leita til þín eftir aðstoð við þau fjölmörgu verkefni sem þarf að leysa við framkvæmd stórmóta. Ef þú átt tíma aflögu, ert jákvæður og langar að vinna með skemmtilegum hópi þá erum við að leita að þér.

Til að viðburður eins og Evrópumót gangi snurðulaus fyrir sig þarf mikinn fjölda fólks í fjölbreytt verkefni. Skipulagsnefnd leikanna áætlar að rúmlega 400 sjálfboðaliða þurfi til að manna öll þau verkefni sem tengjast leikunum. Sjálfboðaliðar þurfa að vera yfir 16 ára nema þeir séu undir beinni leiðsögn eldri hópstjóra Störf geta verið meðal annars uppsetning stúku; aðstoð við mótshald, aðstoð við lokahóf, miðasala, kústurinn, setja í gjafapoka, aðstoðamaður liðanna og aðstoð við skipulag.

Staðfesta þarf þátttöku fyrir 15. september á síðu verkefnisins: www.teamgym2014.is/for-volunteers.

Nánar á www.gerpla.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér