5. flokkur HK sigraði Olísmótið í fótbolta.


Lið HK í 5.flokki sigraði á Olísmótinu um helgina.

Lið HK í 5.flokki sigraði á Olísmótinu um helgina.

Nokkrir kátir 5.flokks strákar í knattspyrnu komu við í Fagralundi í dag með bikar sem þeir unnu á Olísmótinu á Selfossi um helgina. Bikarnum var komið fyrir í bikarskápnum – sem er orðinn úttroðinn af bikurum og viðurkenningum sem ungir og efnilegir íþróttamenn hafa aflað fyrir félagið.

-af facebook síðu HK.