5. flokkur HK stefnir hátt

Karl Kristján Benediktsson, þjálfari stúlknanna, var nýlega heiðraður fyrir ómetanlegt framlag í þágu uppbyggingarstarfs HK.

5. flokkur kvenna á eldra ári, sem eru stúlkur fæddar árið 2005, er einn fjölmennasti flokkurinn innan handknattleiksdeildar HK. Hópurinn samanstendur af mjög metnaðarfullum ungum handknattleiksstelpum sem ætla sér stóra hluti í framtíðinni.

Öflugur hópur 5. flokks HK er einn fjölmennasti flokkur handknattleiksdeildar HK.

Árið 2018 var mjög viðurðarríkt hjá hópnum sem varð Íslandsmeistari á árinu í sínum aldurflokki. Með Íslandsmeistaratitlinum unnu þær sér inn þátttökurétt á óopinberu Norðurlandamóti félagsliða, Norden Cup, sem haldið er í Gautaborg í Svíþjóð. Þangað fór hluti hópsins, milli jóla og nýárs, til að keppa við og ekki síður bera sig saman við sterkustu félagslið Norðurlandanna. Það fór svo að lið HK endaði í 14. sæti á mótinu, unnu 3 af 8 leikjum en komu heim reynslunni ríkari og ákveðnar í að æfa vel og stefna enn hærra.

Með Íslandsmeistaratitlinum vann 5. flokkur HK sér inn þátttökurétt á óopinberu Norðurlandamóti félagsliða þar sem þær stóðu sig mjög vel.

Það sem er framundan hjá hópnum er áframhaldandi keppni á Íslandsmótinu en þar er flokkurinn í harðri baráttu um Íslandsmeitaratitilinn ásamt því að stefnan er sett á Partille Cup í Svíþjóð næsta sumar. Partille Cup er stærsta mót sinnar tegundar í heiminum þar sem félög alls staðar af úr heiminum koma saman til að keppa í handbolta. Hefð er hjá HK að taka þátt í mótinu en annað hvert ár fer 5. flokkur félagsins á þetta mót.

Þess má að lokum geta að þjálfari stúlknanna, Karl Kristján Benediktsson, var nýlega valinn þjálfari ársins hjá HK. Karl er sagður afar fær þjálfari, vandvirkur og vinnusamur og hefur verið félaginu mikill fengur. Hann var einnig einn af fjórum þjálfurum HK sem voru heiðraðir fyrir ómetanlegt framlag í þágu uppbyggingarstarfs félagsins.

Karl Kristján Benediktsson, þjálfari stúlknanna, var nýlega heiðraður fyrir ómetanlegt framlag í þágu uppbyggingarstarfs HK.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar