5. flokkur HK stefnir hátt

Karl Kristján Benediktsson, þjálfari stúlknanna, var nýlega heiðraður fyrir ómetanlegt framlag í þágu uppbyggingarstarfs HK.

5. flokkur kvenna á eldra ári, sem eru stúlkur fæddar árið 2005, er einn fjölmennasti flokkurinn innan handknattleiksdeildar HK. Hópurinn samanstendur af mjög metnaðarfullum ungum handknattleiksstelpum sem ætla sér stóra hluti í framtíðinni.

Öflugur hópur 5. flokks HK er einn fjölmennasti flokkur handknattleiksdeildar HK.

Árið 2018 var mjög viðurðarríkt hjá hópnum sem varð Íslandsmeistari á árinu í sínum aldurflokki. Með Íslandsmeistaratitlinum unnu þær sér inn þátttökurétt á óopinberu Norðurlandamóti félagsliða, Norden Cup, sem haldið er í Gautaborg í Svíþjóð. Þangað fór hluti hópsins, milli jóla og nýárs, til að keppa við og ekki síður bera sig saman við sterkustu félagslið Norðurlandanna. Það fór svo að lið HK endaði í 14. sæti á mótinu, unnu 3 af 8 leikjum en komu heim reynslunni ríkari og ákveðnar í að æfa vel og stefna enn hærra.

Með Íslandsmeistaratitlinum vann 5. flokkur HK sér inn þátttökurétt á óopinberu Norðurlandamóti félagsliða þar sem þær stóðu sig mjög vel.

Það sem er framundan hjá hópnum er áframhaldandi keppni á Íslandsmótinu en þar er flokkurinn í harðri baráttu um Íslandsmeitaratitilinn ásamt því að stefnan er sett á Partille Cup í Svíþjóð næsta sumar. Partille Cup er stærsta mót sinnar tegundar í heiminum þar sem félög alls staðar af úr heiminum koma saman til að keppa í handbolta. Hefð er hjá HK að taka þátt í mótinu en annað hvert ár fer 5. flokkur félagsins á þetta mót.

Þess má að lokum geta að þjálfari stúlknanna, Karl Kristján Benediktsson, var nýlega valinn þjálfari ársins hjá HK. Karl er sagður afar fær þjálfari, vandvirkur og vinnusamur og hefur verið félaginu mikill fengur. Hann var einnig einn af fjórum þjálfurum HK sem voru heiðraðir fyrir ómetanlegt framlag í þágu uppbyggingarstarfs félagsins.

Karl Kristján Benediktsson, þjálfari stúlknanna, var nýlega heiðraður fyrir ómetanlegt framlag í þágu uppbyggingarstarfs HK.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í