• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Íþróttir

5. flokkur HK stefnir hátt

5. flokkur HK stefnir hátt
ritstjorn
06/04/2019

5. flokkur kvenna á eldra ári, sem eru stúlkur fæddar árið 2005, er einn fjölmennasti flokkurinn innan handknattleiksdeildar HK. Hópurinn samanstendur af mjög metnaðarfullum ungum handknattleiksstelpum sem ætla sér stóra hluti í framtíðinni.

Öflugur hópur 5. flokks HK er einn fjölmennasti flokkur handknattleiksdeildar HK.

Árið 2018 var mjög viðurðarríkt hjá hópnum sem varð Íslandsmeistari á árinu í sínum aldurflokki. Með Íslandsmeistaratitlinum unnu þær sér inn þátttökurétt á óopinberu Norðurlandamóti félagsliða, Norden Cup, sem haldið er í Gautaborg í Svíþjóð. Þangað fór hluti hópsins, milli jóla og nýárs, til að keppa við og ekki síður bera sig saman við sterkustu félagslið Norðurlandanna. Það fór svo að lið HK endaði í 14. sæti á mótinu, unnu 3 af 8 leikjum en komu heim reynslunni ríkari og ákveðnar í að æfa vel og stefna enn hærra.

Með Íslandsmeistaratitlinum vann 5. flokkur HK sér inn þátttökurétt á óopinberu Norðurlandamóti félagsliða þar sem þær stóðu sig mjög vel.

Það sem er framundan hjá hópnum er áframhaldandi keppni á Íslandsmótinu en þar er flokkurinn í harðri baráttu um Íslandsmeitaratitilinn ásamt því að stefnan er sett á Partille Cup í Svíþjóð næsta sumar. Partille Cup er stærsta mót sinnar tegundar í heiminum þar sem félög alls staðar af úr heiminum koma saman til að keppa í handbolta. Hefð er hjá HK að taka þátt í mótinu en annað hvert ár fer 5. flokkur félagsins á þetta mót.

Þess má að lokum geta að þjálfari stúlknanna, Karl Kristján Benediktsson, var nýlega valinn þjálfari ársins hjá HK. Karl er sagður afar fær þjálfari, vandvirkur og vinnusamur og hefur verið félaginu mikill fengur. Hann var einnig einn af fjórum þjálfurum HK sem voru heiðraðir fyrir ómetanlegt framlag í þágu uppbyggingarstarfs félagsins.

Karl Kristján Benediktsson, þjálfari stúlknanna, var nýlega heiðraður fyrir ómetanlegt framlag í þágu uppbyggingarstarfs HK.
Efnisorðefst á baugihandboltihk
Íþróttir
06/04/2019
ritstjorn

Efnisorðefst á baugihandboltihk

Meira

  • Lesa meira
    Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK

    Á aðalfundi HK, sem fram fór undir lok marsmánaðar, bar það helst til tíðinda að Sigurjón Sigurðsson...

    ritstjorn 05/04/2021
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Sigurhátíð í Lindaskóla

    Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að Lindaskóli vann Skólahreystikeppnina í ár. Þetta er í...

    Auðun Georg Ólafsson 24/05/2019
  • Lesa meira
    Opið fyrir umsóknir á afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi

    Nú er opið fyrir umsóknir á nýstofnuðu afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi. Nemendur sem skrá sig á sviðið...

    Auðun Georg Ólafsson 23/05/2019
  • Lesa meira
    Klyfjaður verðlaunapeningum á EM

    Guðfinnur Snær Magnússon keppti á EM í kraftlyftingum sem fór fram í Pilsen, Tékklandi um síðustu mánaðarmót....

    Auðun Georg Ólafsson 23/05/2019
  • Lesa meira
    Tvö silfurverðlaun á Norðurlandamóti í hnefaleikum

    Emin Kadri Eminssyni og Jafet Erni Þorsteinssyni úr Hnefaleikafélag Kópavogs unnu til silfurverðlauna helgina 30-31 mars á...

    ritstjorn 08/04/2019
  • Lesa meira
    „Ómetanlegt að sjá barnið sitt geisla af gleði og ná árangri“

    KYNNING: Í Mudo Gym er unnið út frá slagorðunum: „Sterkari börn“ og „Sjálfstraust, sjálfsagi sjálfsvörn”. Sigursteinn Snorrason,...

    ritstjorn 26/03/2019
  • Lesa meira
    10 ára kraftlyftingadeild

    Hin nautsterka kraftlyftingadeild Breiðabliks er tíu ára um þessar mundir. Fólk hefur fengið sér nautasteik af minna...

    ritstjorn 12/02/2019
  • Lesa meira
    Breiðablik á afmæli í dag

    Í dag þriðjudaginn 12. febrúar er Breiðablik 69 ára. Af því tilefni verður afmæliskaka og kaffi í...

    ritstjorn 12/02/2019
  • Lesa meira
    Gönguskíði hjá GKG

    Allir á gönguskíði! Nú er búið að troða hring fyrir gönguskíði á golfvelli GKG sem notið hefur...

    ritstjorn 22/01/2019
  • Íþróttafólk Kópavogs
    Lesa meira
    Agla María Albertsdóttir og Valgarð Reinhardsson eru íþróttafólk ársins í Kópavogi

    Agla María Albertsdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Valgarð Reinhardsson fimleikamaður úr Gerplu og voru kjörin íþróttakarl og...

    ritstjorn 11/01/2019
  • Lesa meira
    Fjörkálfamót í Smáranum

    Karatedeildir Breiðablik og Þórshamars héldu í desember svokallað Fjörkálfamót í karate fyrir karatekrakka sem eru fæddir frá...

    ritstjorn 06/01/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Ný sundlaug í Fossvogsdal
    Fréttir11/03/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • Vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs
    Mannlíf05/04/2021
  • Bæjarfulltrúar uppi á borðum
    Aðsent10/03/2021
  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.