500 börn á biðlista hjá Gerplu.

Biðtími allt að þremur árum
Gerpla flutti frá Skemmuveginum í glæsilegt æfingarhúsnæði í Versölum fyrir nokkrum árum en nú er það húsnæði orðið of lítið fyrir vaxandi starfsemi. Fimleikar njóta gríðarlegra vinsælda hjá börnum og unglingum í bænum, ekki síst vegna glæsilegs árangurs Gerplu í fimleikum á

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Gerplu
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Gerplu

undanförnum árum. Fimleikadeildin hjá Gerplu er gríðarlega stór, en um 1800 iðkendur æfa nú hjá félaginu. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Gerplu, segir að félagið hafi verið í samskiptum við bæjaryfirvöld varðandi húsnæðismál félagsins í þó nokkurn tíma og það liggi fyrir tillaga um að Gerpla verði með aðstöðu í Vatnsendaskóla. Sú bygging á að vera tilbúin árið 2016.

Félagið hefur gripið til skerðingar á fjölda æfingatíma til þess að koma núverandi iðkendum fyrir en á tímabili fyrir nokkru síðan leit út fyrir að Gerpla gæti ekki leyft öll-um núverandi iðkendum að æfa áfram vegna skorts á plássi,

segir Auður Inga og bætir við að nýtingin á Gerplusalnum sé mjög mikil enda hefur verið sett þak á einungis 200 iðkendur í salnum í einu.

Deildin hjá Gerplu er gríðarlega stór og biðlistarnir eru aldursskiptir. Á tímabili lokuðum við fyrir frekari skráningar en það var eftir að meira en 1000 börn voru komin á biðlistann. Í dag eru um 500 börn á listanum. Það er mjög mismunandi eftir því á hvaða aldri iðkendurnir eru hversu fljótt þeir komast inn. Það er auðveldast að komast inn í yngstu flokkana fyrir 3-4 ára. Það er mjög erfitt að komast inn í félagið á aldrinum 7-10 ára og þar hafa sumir beðið í allt að þrjú ár eftir því að fá úthlutað plássi.

Gerpla

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar