502 milljóna rekstrarafgangur

6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar

Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar, A og B hluta, var jákvæð um 502 milljónir króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um átta milljónir króna á þessum tímapunkti.

Ástæða mismunarins er einkum að skatttekjur eru heldur hærri en reiknað var með, verðbólga er lægri en reiknað var með og að bókað er hlutfall söluhagnaðar vegna lóðaúthlutana og sölu á Fannborg 2, 4 og 6, sem ekki var á áætlun.

Þetta kemur fram í óendurskoðuðum og ókönnuðum árshlutareikningi Kópavogs fyrir 1.janúar til 30.júní 2018 sem lagður hefur verið fram í bæjarráði Kópavogs.

„Afkoma Kópavogsbæjar er góð og vel yfir áætlun sem er ánægjulegt og reksturinn gengur vel. Það eru hins vegar teikn á lofti um óróa í efnahagslífinu. Þess vegna er brýnt að sýna aðhald í rekstri og leggja áherslu á niðurgreiðslu skulda,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir fjármagnsliði, afskriftir og lífeyrisskuldbindingar var jákvæð um 2,6 milljarða króna. Þetta þýðir að framlegðarhlutfall samstæðu þannig reiknað var um 17%, en í reglum frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga er gert ráð fyrir að framlegðarhlutfallið sé á bilinu 15-20%.

Þess má geta að á fyrri helmingi árs falla um 48%-49% af skatttekjum ársins en hins vegar stærri hluti útgjalda á ákveðnum sviðum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Jóhannes Birgir Jensson
thorunn-1
Stefán Karl Stefánsson
SigvaldiEgill
2013-09-05-1749
samkor
WP_20140617_14_24_10_Pro
Ashildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
WP_20150609_20_29_48_Raw