550 nýjar íbúðir ráðgerðar á Kársnesinu.

Tillaga að nýju aðaskipulagi Kópavogs fyrir næstu 12 árin hefur verið birt á vef Kópavogs, www.kopavogur.is  Á meðal þeirra tillagna sem helsta athygli vekur er að gert er ráð fyrir breyttri landnýtingu við Kópavogshöfn þar sem vannýtt athafnahúsnæði á að víkja fyrir 550 íbúðum.

Liður í þessum áformum er að liðka fyrir umferð með bættum vegtengingum og byggja brú yfir Fossvog fyrir gangandi og hjólandi umferð. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, segir, í samtali við Kópavogsfréttir, að göngu- og hjólabrú frá Kársnesi og yfir í Nauthólsvík bjóði upp á mikla möguleika þar sem tenging skapast við háskólasamfélagið, Landspítalann – fjölmennasta vinnustað landsins – og miðbæ Reykjavíkur.  Ljóst má því vera að ásókn verði í þetta svæði, ef áform ganga eftir.

Guðmundur Grimsson hjá fyrirtækinu Time Tours, sem hefur aðstöðu á svæðinu, fagnar hugmyndum um uppbyggingu á Kársnesi.
Guðmundur Grimsson hjá fyrirtækinu Time Tours, sem hefur aðstöðu á svæðinu, fagnar hugmyndum um uppbyggingu á Kársnesi.

Guðmundur Grimsson hjá fyrirtækinu Time Tours, sem þjónar erlendum ferðamönnum, hefur aðstöðu á svæðinu í gömlum bragga sem kominn er til ára sinna. Hann segist fagna hugmyndum um uppbyggingu á svæðinu.

„Það eru mörg atvinnuhús hér í nágrenni við Kópavogsbryggju sem eru orðin ansi þreytt og lúin með takmarkaða starfsemi í. Þau mættu gjarnan víkja. Mér líst mjög vel á þessi áform að tengja Kársnesið við Nauthólsvíkina og nýta þá möguleika sem hér eru. Hér þarf að horfa til langs tíma og mér líst mjög vel þessar hugmyndir,“ segir Guðmundur.

Tillaga aðalskipulags gerir fyrir göngubrú yfir í Nauthólsvík ásamt 550 íbúðum í Kársnesi.
Tillaga aðalskipulags gerir fyrir göngubrú yfir í Nauthólsvík ásamt 550 íbúðum í Kársnesi.

2013-08-14-1435 2013-08-14-1433

2013-08-14-1425 2013-08-14-1427 2013-08-14-1430

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér