560 tonn af sandi á götum og göngustígum bæjarins.

Hálkan í illviðráðanleg þessa dagana og því vissara að fara varlega.
Hálkan í illviðráðanleg þessa dagana og því vissara að fara varlega.

Það hefur verið mikið álag á Bjarna Jónssyni, eftirlitsverkstjóra Áhaldahússins, og mönnum hans sem bera á salt og sand á götur, göngustíga, bílastæði og skólalóðir til að auðvelda samgöngur. Hálkan er búin að vera erfið í ár.

„Þetta hefur verið griðarlegur barningur. Það sem er erfiðast fyrir okkur eru þessar sífeldu veðrabreytingar,“ segir Bjarni. „Við erum búnir að nota 560 tonn af sandi frá áramótum sem er talsvert mikið magn. Það versta er að stundum verður þetta til lítils gagns eftir tvo daga þegar búið er að bráðna og frysta aftur. Þá þarf að bera á aftur. Ég hef ekki tölu á hversu miklu magni af salti við höfum notað en við erum með menn á tíu tækjum á tíu til tólf tíma vöktum sem eru stöðugt að.“

Hvernig er svo útlitið fyrir næstu daga?

„Þetta verður tæpt. Hitastig verður í kringum frostmark áfram og svo á að frysta aftur á sunnudag. Það er svosum allt í lagi ef við losnum við úrkomuna sem frystir aftur á meðan,“ segir Bjarni Jónsson, eftirlitsverkstjóra Áhaldahússins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Hamraborgarhátíð 2013                   (12).JPG
sund
Sjálfstaedismennibaejarstjorn
Gunnar Birgisson
RBB
Hjalmar_Hjalmarsson
Jafnréttisvidurkenning2018_1
Ármann
Mynd: Kópavogsblaðið