560 tonn af sandi á götum og göngustígum bæjarins.

Hálkan í illviðráðanleg þessa dagana og því vissara að fara varlega.
Hálkan í illviðráðanleg þessa dagana og því vissara að fara varlega.

Það hefur verið mikið álag á Bjarna Jónssyni, eftirlitsverkstjóra Áhaldahússins, og mönnum hans sem bera á salt og sand á götur, göngustíga, bílastæði og skólalóðir til að auðvelda samgöngur. Hálkan er búin að vera erfið í ár.

„Þetta hefur verið griðarlegur barningur. Það sem er erfiðast fyrir okkur eru þessar sífeldu veðrabreytingar,“ segir Bjarni. „Við erum búnir að nota 560 tonn af sandi frá áramótum sem er talsvert mikið magn. Það versta er að stundum verður þetta til lítils gagns eftir tvo daga þegar búið er að bráðna og frysta aftur. Þá þarf að bera á aftur. Ég hef ekki tölu á hversu miklu magni af salti við höfum notað en við erum með menn á tíu tækjum á tíu til tólf tíma vöktum sem eru stöðugt að.“

Hvernig er svo útlitið fyrir næstu daga?

„Þetta verður tæpt. Hitastig verður í kringum frostmark áfram og svo á að frysta aftur á sunnudag. Það er svosum allt í lagi ef við losnum við úrkomuna sem frystir aftur á meðan,“ segir Bjarni Jónsson, eftirlitsverkstjóra Áhaldahússins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem