560 tonn af sandi á götum og göngustígum bæjarins.

Hálkan í illviðráðanleg þessa dagana og því vissara að fara varlega.
Hálkan í illviðráðanleg þessa dagana og því vissara að fara varlega.

Það hefur verið mikið álag á Bjarna Jónssyni, eftirlitsverkstjóra Áhaldahússins, og mönnum hans sem bera á salt og sand á götur, göngustíga, bílastæði og skólalóðir til að auðvelda samgöngur. Hálkan er búin að vera erfið í ár.

„Þetta hefur verið griðarlegur barningur. Það sem er erfiðast fyrir okkur eru þessar sífeldu veðrabreytingar,“ segir Bjarni. „Við erum búnir að nota 560 tonn af sandi frá áramótum sem er talsvert mikið magn. Það versta er að stundum verður þetta til lítils gagns eftir tvo daga þegar búið er að bráðna og frysta aftur. Þá þarf að bera á aftur. Ég hef ekki tölu á hversu miklu magni af salti við höfum notað en við erum með menn á tíu tækjum á tíu til tólf tíma vöktum sem eru stöðugt að.“

Hvernig er svo útlitið fyrir næstu daga?

„Þetta verður tæpt. Hitastig verður í kringum frostmark áfram og svo á að frysta aftur á sunnudag. Það er svosum allt í lagi ef við losnum við úrkomuna sem frystir aftur á meðan,“ segir Bjarni Jónsson, eftirlitsverkstjóra Áhaldahússins.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn