64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

Brúna húsið hýsir þjónustumiðstöðina, en nýtt hjúkrunarheimili tengist henni. Mynd/Hrafnista

Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l, með öllum greiddum atkvæðum. 

„Bæjarstjórn Kópavogs lýsir yfir ánægju með að loks skuli vera að komast á samningur milli Kópavogsbæjar og heilbrigðisráðuneytisins um byggingu 64 hjúkrunarrýma við Boðaþing. Hjúkrunarrýmin eru kærkomin viðbót við þau 44 hjúkrunarrými sem ríkið rekur nú þegar í Boðaþingi og koma til með að leysa úr brýnni þörf fjölda þeirra sem eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum,“ segir í sameiginlegri bókun Bæjarstjórnar.   

Miðað er við að framkvæmdir við heimilið hefjist í ársbyrjun 2022 og að það verði tekið í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2024. Áætlaður kostnaður vegna byggingu hjúkrunarheimilisins eru rúmir þrír milljarðar og skiptist kostnaðurinn þannig að 85% greiðist úr ríkissjóði en 15% af Kópavogsbæ. 

Að auki leggur Kópavogsbær til lóð undir hjúkrunarheimilið að verðmæti um 100 milljónir. Nýja byggingin mun tengist þjónustumiðstöðinni í Boðaþingi sem bærinn byggði og rekur í samstarfi við ríkið og rekstraraðila Boðaþings. 

Stjórnun og ábyrgð á undirbúningi verkefnisins verður hjá heilbrigðisráðuneytinu og Kópavogsbæ sem munu skipa fjóra í starfshóp vegna verkefnisins, tvo frá Kópavogsbæ og tvo frá heilbrigðisráðuneytinu. Fyrsta verkefni hópsins verður við gerð kröfu- og tæknilýsingar vegna alútboðs. Við þá vinnu verður haft samráð við Framkvæmdasýslu ríkisins sem mun hafa umsjón með framkvæmd verksins. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Tennishöllin
Kópavogsvöllur
Ármann Kr. Ólafsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir
_slandsmeistarar_lfholsskola_2014
IMG_3503
hlatur
vatnsendi
Kopavogur
bjorn