64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

Brúna húsið hýsir þjónustumiðstöðina, en nýtt hjúkrunarheimili tengist henni. Mynd/Hrafnista

Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l, með öllum greiddum atkvæðum. 

„Bæjarstjórn Kópavogs lýsir yfir ánægju með að loks skuli vera að komast á samningur milli Kópavogsbæjar og heilbrigðisráðuneytisins um byggingu 64 hjúkrunarrýma við Boðaþing. Hjúkrunarrýmin eru kærkomin viðbót við þau 44 hjúkrunarrými sem ríkið rekur nú þegar í Boðaþingi og koma til með að leysa úr brýnni þörf fjölda þeirra sem eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum,“ segir í sameiginlegri bókun Bæjarstjórnar.   

Miðað er við að framkvæmdir við heimilið hefjist í ársbyrjun 2022 og að það verði tekið í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2024. Áætlaður kostnaður vegna byggingu hjúkrunarheimilisins eru rúmir þrír milljarðar og skiptist kostnaðurinn þannig að 85% greiðist úr ríkissjóði en 15% af Kópavogsbæ. 

Að auki leggur Kópavogsbær til lóð undir hjúkrunarheimilið að verðmæti um 100 milljónir. Nýja byggingin mun tengist þjónustumiðstöðinni í Boðaþingi sem bærinn byggði og rekur í samstarfi við ríkið og rekstraraðila Boðaþings. 

Stjórnun og ábyrgð á undirbúningi verkefnisins verður hjá heilbrigðisráðuneytinu og Kópavogsbæ sem munu skipa fjóra í starfshóp vegna verkefnisins, tvo frá Kópavogsbæ og tvo frá heilbrigðisráðuneytinu. Fyrsta verkefni hópsins verður við gerð kröfu- og tæknilýsingar vegna alútboðs. Við þá vinnu verður haft samráð við Framkvæmdasýslu ríkisins sem mun hafa umsjón með framkvæmd verksins. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að