64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

Brúna húsið hýsir þjónustumiðstöðina, en nýtt hjúkrunarheimili tengist henni. Mynd/Hrafnista

Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l, með öllum greiddum atkvæðum. 

„Bæjarstjórn Kópavogs lýsir yfir ánægju með að loks skuli vera að komast á samningur milli Kópavogsbæjar og heilbrigðisráðuneytisins um byggingu 64 hjúkrunarrýma við Boðaþing. Hjúkrunarrýmin eru kærkomin viðbót við þau 44 hjúkrunarrými sem ríkið rekur nú þegar í Boðaþingi og koma til með að leysa úr brýnni þörf fjölda þeirra sem eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum,“ segir í sameiginlegri bókun Bæjarstjórnar.   

Miðað er við að framkvæmdir við heimilið hefjist í ársbyrjun 2022 og að það verði tekið í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2024. Áætlaður kostnaður vegna byggingu hjúkrunarheimilisins eru rúmir þrír milljarðar og skiptist kostnaðurinn þannig að 85% greiðist úr ríkissjóði en 15% af Kópavogsbæ. 

Að auki leggur Kópavogsbær til lóð undir hjúkrunarheimilið að verðmæti um 100 milljónir. Nýja byggingin mun tengist þjónustumiðstöðinni í Boðaþingi sem bærinn byggði og rekur í samstarfi við ríkið og rekstraraðila Boðaþings. 

Stjórnun og ábyrgð á undirbúningi verkefnisins verður hjá heilbrigðisráðuneytinu og Kópavogsbæ sem munu skipa fjóra í starfshóp vegna verkefnisins, tvo frá Kópavogsbæ og tvo frá heilbrigðisráðuneytinu. Fyrsta verkefni hópsins verður við gerð kröfu- og tæknilýsingar vegna alútboðs. Við þá vinnu verður haft samráð við Framkvæmdasýslu ríkisins sem mun hafa umsjón með framkvæmd verksins. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn