650 einstaklingar og fjölskyldur hafi fengið fjárhagsaðstoð á ári frá bænum á undanförnum árum en slík aðstoð er veitt þeim sem eru undir ákveðnum tekjumörkum og geta ekki framfleytt sér og sínum. Þessi fjöldi ríflega tvöfaldaðist eftir hrunið 2008. Þetta kemur fram í ársskýrslu velferðarsviðs Kópavogs.
Alls fengu 647 fjölskyldur fjárhagsaðstoð á árinu 2012 samanborið við 658 árið á undan. Skýrsluhöfundar draga þá ályktun að hámarkinu hafi verið náð en þó er búist við að eitthvað fjölgi aftur í hópnum á þessu ári þar sem réttur til atvinnuleysisbóta var ekki framlengdur á síðasta ári eins og árin á undan. Það þýðir að einhver fjöldi sem er án vinnu hefur fullnýtt réttinn til atvinnuleysisbóta og er fjárhagsaðstoð sveitarfélaga þá eina úrræðið.
Einnig kemur fram að barnaverndarnefnd bárust 462 tilkynningar á árinu. Þar af snerust 198 tilkynningar um vanrækslu barna. Slíkum tilkynningum hefur á síðustu árum fjölgað frá skólum en ekki margar tilkynningar koma frá leikskólum.
Alls 172 stöðugildi eru nú undir velferðarþjónustu bæjarins og starfa þar langflestir við þjónustu við fatlað fólk. Sem kunnugt er voru málefni fatlaðra færð undir sveitarfélögin fyrir nokkrum misserum.