Kópavogur á níu stráka í úrtakshóp U17 landsliðsins

Enn á ný er sótt til Kópavogs þegar manna á landsliðin til knattspyrnu, og er það ekki furða enda gríðarlega vel staðið að íþrótta- og æskulýðsstarfi í bænum. 

Fimm efnilegir fótboltamenn úr HK hafa verið valdir til að taka þátt í fyrstu æfingum ársins hjá U17 ára landsliðinu og fjórir strákar úr Breiðablik.  HK á flesta leikmenn í hópnum af öllum félögum á landinu en alls voru 32 strákar boðaðir á æfingarnar, segir á heimasíðu hk.

Fimmmenningarnir úr HK eru þeir Andri Þór Grétarsson markvörður, Sveinn Aron Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Óli Helgason og Birkir Valur Jónsson. Þeir eru allir fæddir árið 1998 og eru á eldra ári í 3. flokki.

Frá vinstri: Andri Þór Grétarsson markvörður, Sveinn Aron Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Óli Helgason og Birkir Valur Jónsson. Mynd. hk.is.
Frá vinstri: Andri Þór Grétarsson markvörður, Sveinn Aron Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Óli Helgason og Birkir Valur Jónsson. Mynd. hk.is.

Fjórmenningarnir úr Breiðablik sem einnig eru í úrtakshópnum eru þeir Alfons Samsted, Brynjar Óli Bjarnason, Gísli Martin Sigurðsson og Sólon Breki Leifsson.

Æfingar helgarinnar eru liður í að finna endanlegan landsliðshóp U17 sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í sumar og í undankeppni Evrópumótsins í haust. 

Áfram Kópavogur og áfram Ísland!

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar