Kópavogur á níu stráka í úrtakshóp U17 landsliðsins

Enn á ný er sótt til Kópavogs þegar manna á landsliðin til knattspyrnu, og er það ekki furða enda gríðarlega vel staðið að íþrótta- og æskulýðsstarfi í bænum. 

Fimm efnilegir fótboltamenn úr HK hafa verið valdir til að taka þátt í fyrstu æfingum ársins hjá U17 ára landsliðinu og fjórir strákar úr Breiðablik.  HK á flesta leikmenn í hópnum af öllum félögum á landinu en alls voru 32 strákar boðaðir á æfingarnar, segir á heimasíðu hk.

Fimmmenningarnir úr HK eru þeir Andri Þór Grétarsson markvörður, Sveinn Aron Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Óli Helgason og Birkir Valur Jónsson. Þeir eru allir fæddir árið 1998 og eru á eldra ári í 3. flokki.

Frá vinstri: Andri Þór Grétarsson markvörður, Sveinn Aron Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Óli Helgason og Birkir Valur Jónsson. Mynd. hk.is.
Frá vinstri: Andri Þór Grétarsson markvörður, Sveinn Aron Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Óli Helgason og Birkir Valur Jónsson. Mynd. hk.is.

Fjórmenningarnir úr Breiðablik sem einnig eru í úrtakshópnum eru þeir Alfons Samsted, Brynjar Óli Bjarnason, Gísli Martin Sigurðsson og Sólon Breki Leifsson.

Æfingar helgarinnar eru liður í að finna endanlegan landsliðshóp U17 sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í sumar og í undankeppni Evrópumótsins í haust. 

Áfram Kópavogur og áfram Ísland!

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér