Kópavogur á níu stráka í úrtakshóp U17 landsliðsins

Enn á ný er sótt til Kópavogs þegar manna á landsliðin til knattspyrnu, og er það ekki furða enda gríðarlega vel staðið að íþrótta- og æskulýðsstarfi í bænum. 

Fimm efnilegir fótboltamenn úr HK hafa verið valdir til að taka þátt í fyrstu æfingum ársins hjá U17 ára landsliðinu og fjórir strákar úr Breiðablik.  HK á flesta leikmenn í hópnum af öllum félögum á landinu en alls voru 32 strákar boðaðir á æfingarnar, segir á heimasíðu hk.

Fimmmenningarnir úr HK eru þeir Andri Þór Grétarsson markvörður, Sveinn Aron Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Óli Helgason og Birkir Valur Jónsson. Þeir eru allir fæddir árið 1998 og eru á eldra ári í 3. flokki.

Frá vinstri: Andri Þór Grétarsson markvörður, Sveinn Aron Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Óli Helgason og Birkir Valur Jónsson. Mynd. hk.is.
Frá vinstri: Andri Þór Grétarsson markvörður, Sveinn Aron Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Óli Helgason og Birkir Valur Jónsson. Mynd. hk.is.

Fjórmenningarnir úr Breiðablik sem einnig eru í úrtakshópnum eru þeir Alfons Samsted, Brynjar Óli Bjarnason, Gísli Martin Sigurðsson og Sólon Breki Leifsson.

Æfingar helgarinnar eru liður í að finna endanlegan landsliðshóp U17 sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í sumar og í undankeppni Evrópumótsins í haust. 

Áfram Kópavogur og áfram Ísland!

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í